TARAMAR eru fyrstu húðvörurnar þar sem þróun miðast við að fullnægja þörfum húðarinnar bæði í efri og dýpri lögum húðarinna. Það sem gerir TARAMAR vörunar svo sérstakar er að þær voru þróaðar af Matvæla- og Sjávarlíffræðingum; en ekki lyfjafræðingum eins og flestar húðvörur eru. Útkoman er sú að þessar húðvörur líkjast meira matvælum en venjulegum húðvörum og í raun eru þær tæknilega ætar og innhalda ekki nein efni sem ekki má nota í matvælum.

  • Húðin er stærsta líffæri líkamans og nýlegar rannsóknir hafa sýnt að húðin hefur sitt eigið hormónakerfi. Það sem það þýðir er að húðin getur gefið frá sér hormóna sem valda ánægju og vellíðan. Því má segja að ef húðin er ánægð, þá eru líkami og sál einnig ánægð.
  • Til að ná fram þessum áhrifum þá fór TARAMAR í gegnum margra ára undirbúningsferli (9 ár) þar sem formúlur voru þróaðar með það í huga að kalla fram heilbrigða starfsemi húðarinnar sem einnig fellst í ánægju og vellíðan.
  • Hvert efni er valið út frá tíðni og lífvirkni þannig að öll efnin mynda heild sem er í fullkomnu jafnvægi – þannig styðja efnin við hvort annað í stað þess að vinna á móti hvort öðru, en oft má sjá efni í formúlum sem passa ekki vel saman
  • Til að ná fram settu markmiði þá var lögð gríðarlega mikil áhersla á að gera formúlurnar eins hreinar og hægt er. Þannig voru öll eitruð og manngerð fylliefni fjarlægð; öll rotvarnarefni voru fjarlægð og eingöngu jurtir og þang af mjög hreinum svæðum eða ræktum með lífræni vottun voru notuð þannig að formúlurnar innihalda EKKI leyfar af efnum eins og skordýraeitri eða sveppaeitri.

TARAMAR eru hreinustu vörurnar sem þú finnur á markaðinum. Þær byggja upp húðin og koma af stað eðlilegum efnaskiptum um leið og þær þjétta og styrkja húðina þannig að hrukkur og misfellur minnka og jafnvel hverfa. Það sem þó mestu máli skiptir er að eftir góða notkun þá er húðin orðin miklu sterkari, með meiri ljóma og fallegra litarhaft.