ALGENGAR SPURNINGAR UM TARAMAR

Áfyllingarkerfi geta verið hagstæð fyrir náttúruna ef vörurnar eru framreiddar í plastumbúðum, þannig að notkun þessara umbúða verður minni. Neikvæðu þættirnir lenda hins vegar á okkur, líkama okkar og líffærakerfum. Til að geta boðið upp á áfyllingu á húðvörum, þá þarf að setja mjög mikið magn af rotverjandi efnum í vörurnar. Þetta eru efnin sem er svo slæm fyrir okkur og liggja undir sterkum grun um að geta valdið krabbameini og ruglað hormónakerfin. Þó svo að ílát séu þvegin vel, þá er engin leið við venjulegar aðstæður að ná fram þeim hreinleika sem þarf til að sleppa rotvarnarefnunum. Flutningur innihaldsins á milli íláta bíður einnig upp á aðkomu sýkla og sveppagróa, sem þarf að fjarlægja (drepa) með sterkum efnum, rotvarnarefnum.

TARAMAR mun því aldrei bjóða upp á áfyllingar þar sem kremum er pumpað í eldri umbúðir. TARAMAR þróaði nýja framleiðsluaðferð, NoTox® (einkaleyfavarin) til að geta unnið fram hjá rotvarnarefnunum, og því innihalda TARAMAR vörurnar engin af þessum efnum eða nokkur önnur efni sem geta farið illa með okkur.

TARAMAR umbúðirnar byggja á mikilli hugsun, einmitt með umhverfissjónarmið í huga en líka út frá því sem er hollt fyrir okkur. Þannig eru umbúðir TARAMAR umhverfisvænni en flestar umbúðir sem notaðar eru fyrir húðvörur, svo sem plastílát eða önnur ílát úr t.d áli sem eru húðuð að innan með plasti. Þetta á sérstaklega við þegar þú kaupir þær án ytri kassa. Plastumbúðirnar sem flestar húðvörur koma í eru ekki eins umhverfisvænar og framleiðsla á plasti er vægast sagt ekki góð fyrir umhverfið.  Hinsvegar, þá samlagast gler mjög vel í náttúrunni, enda er gler búið til úr náttúrulegum efnum (sandi) án eitraðra plastleysiefna, og mylst vel aftur til baka þegar því er skilað til náttúrunnar.

TARAMAR vinnur að gerð umbúða sem munu hafa „Núll“ umhverfisáhrif og verða í raun tæknilega ætar. Þessar umbúðir verða teknar í notkun á næstu árum.

Mikil hugsun er a bak við  hönnun á TARARMAR umbúðunum, bæði hvað varðar að gera þær umhverfisvænar og að passa upp á að þær standist kröfur okkar um hreinleika og heilsuöryggi.

Stofnendur TARAMAR unnum m.a. við rannsóknir og þróun á plasti í framhaldsnámi erlendis.  Við þekkjum því vel öll þau skelfilegu efni sem eru notuð í plastið.  Plastfjölliðurnar mynda mjög hart efni. Til að móta þær og nota í umbúðir þá þarf að blanda út í plastið plast-mýkingar- og leysiefnum. Þetta eru efni sem geta verið slæm fyrir umhverfið og okkur, og sum þessara efna geta valdið krabbameini og ruglað hormónkerfið.  Rannsóknir sýna að þessi efni leka úr plastinu inn í innihaldið, sérstakleg ef fita er notuð eins og í olíum og kremum.  Það er ekki nokkur leið að halda því fram að húðvara sé hrein ef hún er í plastdollu. Því var ljóst frá byrjun að TARAMAR myndi aldrei fara í plastílát.

Við skoðuðum aðrar leiðir eins og Air-free, þar sem kremið er kreist upp um gat á lokinu, en þegar Air-free umbúðir eru teknar í sundur þá sést að innihaldið er í þykkum plastpoka inn í krukkunni. Einnig skoðuðum við áltúpur og álflöskur, en allar slíkar umbúðir eru húðaðar að innan með plastefnum.

Það er því erfitt að forðast plastið og gler, stál og silicon ílát eru þau einu í dag sem menga ekki innihaldið með óæskilegum plastleysi- eða mýkingarefnum.

Til að endurnýta og fylla á umbúðir utan af húðvörum þá þarf annaðhvort að hreinsa umbúðirnar gríðarlega vel eða nota mjög mikið magn af rotverjandi efnum.  Þetta eru efnin sem við vitum að eru mjög slæm fyrir okkur og við viljum fyrir alla muni losna við. Allar TARAMAR vörurnar fara í hreinar flöskur sem hafa aldrei komist í snertingu við lífræn efni sem geta virkað sem æti fyrir bakteríur og sveppi. Öll framleiðslan gengur út á að engar bakteríur eða sveppagró komist í návígi við innihaldið áður en flöskunni er lokað. Þetta þýðir að til þess að endurnýta glerið þá þyrfti að þvo það með sterkum efnum eða lífrænum leysum, en þetta eru efni sem við viljum ekki nota.  Þetta yrði bæði mjög dýrt og óvænt fyrir umhverfið.

Flestir hafa ekki þekkingu á framleiðslu húðvara og það kemur á óvart að þessi framleiðsla er almennt ekki umhverfisvæn.  Þannig er mikið af efnum notað til að hreinsa vélar og framleiðslurými og einnig eru efni í vörunum sem brotna hægt og illa niður í umhverfinu. HLEKKUR  Við höfum lagt mikið á okkur til að ná þessum hreinleika. Við notum engin umhverfisspillandi efni og við setjum ekkert út í umhverfið sem getur skaðað það. Í raun mætti tæknilega drekka affallið af framleiðslunni.

Í raun er vert að benda á, að ef fyrirtæki bjóða upp á áfyllingar, þá er mjög líklegt að vörurnar þeirra innihaldi mikið af rotvarnar efnum, eða að þeir nota sterk efni til að hreinsa, þetta eru efni sem eru mjög mengandi fyrir umhverfið.

Eitt sem notendur TARAMAR verða áþreifanlega varir við er að þegar lækkar í flöskunum þá hættir pumpan að pumpa vörunni upp og krem verður eftir á botninum. Þetta er reyndar þekkt vandamál með pumpur en hjá TARAMAR þá er þetta áberandi. Ein af ástæðunum fyrir því er að við notum ekki manngerð gerviefni, sleipiefni eða teflon afleiður í TARAMAR vörurnar. Þetta er efni sem gera krem sleip þannig að þau renna auðveldar niður á botn í umbúðunum. TARAMAR kremin eru svo lífræn að þau hafa tilhneigingu til að loða við glerið og því er enn erfiðara að pumpa þeim upp þegar lítið er eftir.

Til að bregðast við þessu þá má finna silcion skeið sem nær niður á botn í versluninni. Einnig hjálpar að slá flöskunum ákveðið inn í lófann (hrista kremið niður) og pumpa svo. Þannig má ná meiru úr flöskunni.

Til að framleiða 100% hreinar og öruggar húðvörur sem innihalda engin efni sem eru slæm fyrir húð eða líkama, þá höfum við farið þá leið að sleppa öllum eiginlegum rotvarnarefnum. Í stað þessara efna þá höfum við þróað nýja aðferð sem gengur undir nafninu NoTox (HLEKKUR). Sú aðferð byggir á 5 hindrunum sem hver um sig dregur úr örveruvexti (sjá nánar). Ein af þeim hindrunum eru umbúðirnar sjálfar. Með því að loka umbúðunum með pumpu þá er minni hætta á að notandinn fari með puttana inn í innihaldið.  Þar sem milljónir baktería og sveppagróa finnst yfirleitt á húð, jafnvel þó hún sé hreinsuð, þá náum við að tryggja betur geymsluþol  varanna með því að varna færslu á smiti inn í innihaldið

NoTox er ný framleiðslutækni sem var þróuð af TARAMAR og er einkaleyfavarin.  Vinna við að þróa NoTox tæknina fór af stað þegar við sáum hvað rotvarnarefnin sem notuð eru í húð- og snyrtivörum eru slæm fyrir bæði húð og innri líkama (Sjá nánar). Málið er að rotvarnarefnin eru sterk kemísk efni sem drepa örverur í formúlunni. Það er gott, en það sem er ekki gott er að fá þau inn í blóðrásina eða láta þau sitja utan á húðinni þar sem þau geta valdið skaða. Rotvarnarefni gegna mjög mikilvægu hlutverki í húðvörum, en öll krem og serum sem innihalda vatn eru í raun kjörið efni fyrir vöxt baktería og myglusveppa. Það er því ekki einfalt að finna leið til að sleppa rotvarnarefnunum og í raun teljum við að TARAMAR sé eitt af örfáum húðvörufyrirtækjum sem hafa komið með leið til þess að rotverja án nokkurra slæmra aukaverkana fyrir menn og dýr.

NoTox tæknin byggir á fimm hindrunum, sem hver um sig er ekki nógu sterk til að verja formúluna alveg, en allar saman mynda trygga vörn og hindra fjölgun og vöxt baktería og myglusveppa. Þessar hindranir eru allar byggðar á náttúrulegum aðferðum eins og þörungum sjálfum, andoxunarefnum úr jurtum og ilmkjarnaolíum og svo umbúðunum sjálfum sem hindra að utanaðkomandi smit eigi greiða leið inn í innihaldið.  Ein af þessum hindrunum er tæknilegt skref sem er uppgötvun TARAMAR og tryggir að allar hindranirnar virka saman þannig að hægt er að treysta á öryggi varnarinnar.

TARAMAR notar engin hefðbundin rotvarnar efni og myndi ALDREI setja paraben eða phenoxyethanol í húðvörur.

Flest rotvarnarefni hafa aukaverkanir bæði fyrir húð og líkama. Þannig liggja öll parabenin undir sterkum grun um að þau geti valdið krabbameini. Þegar parbenin urðu óvinsæl hjá neytendum þá hófu stóru húðvörufyrirtækin leit að efni sem væri minna þekkt. Í framhaldi af því varð phenoxyethanol mjög vinsælt og í dag má finna það í næstum öllum húðvöruformúlum. Margar skýrslur hafa verið ritaðar sem sýna fram á ágæti phenoxyethanols, en oft eru þessar skýrslu styrktar af þeim sem eru að nota efnið og því erfitt að greina hvað er með öllu rétt. Segja má að það séu blikur á lofti hvað varðar þetta efni og óháðir vísindamenn segja að það þurfi að rannsaka þetta efni betur áður en það er leyft í vörur sem eru bornar á húð (sjá hér). Rannsóknir hafa sýnt að phenoxyethanol er tekið mjög hratt upp í gegnum húðina (Stahl et al. BMC Veterinary Research 2011, 7:44 og sjá hér ) og flæðir með  blóðrásinni til lifur þar sem það er brotið niður og skolað út með þvagi.  Phenoxyethanol getur valdið ertingu, eitrun í líffærum og komið af stað exemi. Einnig er talið að það geti valdi taugaskaða hjá börnum og í framhaldi af því þá bannaði Bandaríska Matvæla- og Lyfjaeftirlitið (FDA) notkun þess í húðvörur sem eru notaðar á geirvörtur þegar mæður eru með börn á brjósti.

FDA notkun þess í húðvörur sem eru notaðar á geirvörtur þegar mæður eru með börn á brjósti.