UM TARAMAR

TARAMAR er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lífrænum húðvörum sem hafa þann eiginleika að draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar og eru fullkomlega hreinar og öruggar. Vörurnar byggja á lífvirkum efnum úr sjávarfangi og læknajurtum.

FRUMKVÖÐULLINN

Dr. Guðrún Marteinsdóttir er prófessor við Háskóla Íslands. Guðrún hefur um margra ára skeið unnið með lífverur úr hafinu og haft löngun til að rannsaka hina sérstöku eiginleika þeirra. Þegar hún síðar upplifði óþol fyrir húðvörum hóf hún að kynna sér innihald húðvara. Þessi rannsókn leiddi í ljós fjölda skaðlegra efna og varð kveikjan að margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu á nýrri tegund húðvara. Í þessari vinnu nýttist þekking hennar og áhugi á sjávarlífverum að fullu og er afraksturinn hinar hreinu og lífvirku TARAMAR húðvörur.

VÍSINDIN

Vörurnar frá TARAMAR byggja á langtíma rannsóknum þar sem virkni hefur verið sannprófuð með lifandi frumulíkönum. Þessi nýstárlega aðferð gerir kleift að velja eingöngu efni sem hafa góð áhrif á húðfrumurnar; t.d. með því að fanga sindurefni, draga úr oxun og bólgum, styrkja collagenþræði, viðhalda réttu raka- og sýrustigi og efla heilbrigð efnaskipti og bruna. Rannsóknirnar hafa verið unnar í samstarfi við vísindamenn frá Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð.

GÆÐIN

Vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

Taramar ehf.
Kt. 580610-0240
Miðnestorg 3
245 Sandgerði
Sími: 570-7100
[email protected]

Söluskrifstofa:
Sjávarklasanum
Grandagarði 16
101 Reykjavík