Dagkremið er þróað af Guðrúnu Marteinsdóttur, Prófessor við Líf og Umhverfisvísindasvið Háskóla Íslands. Guðrún segir að einn megin tilgangur með þróun þessa krems var að búa til húðvöru sem næði að endurlífga húðina.  Hún upplifði sjálf sterkt að með aldrinum þá virtist virkni húðarinnar hægja á sér og hún verða föl og líflaus. Þegar hún fór að rannsaka þetta og kanna hvað rannsóknir annarra höfðu sýnt þá kom í ljós að þetta er einn af fylgifiskum hækkandi aldurs og felur í sér að húðin verður smátt og smátt stífluð af úrgangsefnum bæði frá eigin lífeðlisfræðilegum ferlum en líka frá utanaðkomandi árreiti svo sem kemískum húð- og snyrtivörum og öðrum mengandi efnum úr nærumhverfinu. Guðrún einsetti sér að finna leiðir til að endurræsa húðina, fá hana til að losa sig við úrgangsefnin og vinna á ný eins og hún gerði þegar hún var yngri. Í raun urðu þessi markmið til þess að Guðrún fór að skoða lífvirka eiginleika þangs við Íslands strendur, en þangið inniheldur ákaflega öflug efni sem styrkja húðina og hjálpa frumunum að vinna betur. Dagkremið er fyrsta formúlan í TARAMAR línunni sem inniheldur þessi efni og til að ná tilsettum markmiðum þá endaði Guðrún með að nota 2 tegundir af þangi: Marinkjarna og Maríusvuntu; 2 tegundir af lækningajurtum: Morgunfrú og Hvönn og 2 tegundir af grænmeti: Gulrætur og Radísur. Í viðbót við þessa útdrætti kom Co-ensímið Q10 en það er ómissandi hlekkur í efnaskiptaferli frumanna og aðstoðar þær við að halda upp heilbrigðum bruna og eðlilegri starfsemi.