Vísindamenn eru að sýna fram á að dibenzoylmethane (Avobenzone) sem er algengasti UV-filterinn í sólarvörnum, brotnar niður í mjög slæm efni þegar efnið kemur í sól eða í snertingu við klór eins og í sjó. Þessi efni eru tekin upp í gegnum húðina og hafa niðurbrjótandi áhrif á líffæri s.s. lifur, nýru og taugafrumur. Eitt af þessum efnum er chloracetophenone, en það er táragas sem er notað í úða sem lögreglan notar t.d. á mótmælendur.

TARAMAR er að vinna í nýrri náttúrulegri sólarvörn sem kemur á markað síðar á árinu. Vonast er til að frumgerð af þessari sólarvörn verði tilbúin síðsumars. Markmiðið er að tæknilega megi borða TARAMAR sólarvörnina vegna þess að engin skaðleg efni eða efni sem brotna niður á skaðlegan hátt verða í þessari vöru. Nú er um að gera að fylgjast vel með hér á vefnum okkar, TARAMAR.is

Veftímaritið Special Chem fjallaði um þessi efni sem er að finna í nútíma sólarvörnum á vef sínum. Umfjöllunina má finna hér.