Þessa dagana eru sólavarnir auglýstar sem aldrei fyrr. Það er ekki hægt að sjá á þessum auglýsingunum hvort þessar vörur eru í lagi fyrir okkur. Þannig eru þær flestar prófaðar fyrir viðkvæma húð og það hljómar eins og að þá hljóti allt hitt að vera í lagi?
Rannsóknir sýna að mörg af þeim efnum sem eru notuð til að filtera sólarljósið hafa slæm áhrif á líkamann. þannig sýnir þessi rannsókn að 13 af þessum efnum höfðu áhrif á sæðisframleiðslu hjá ungum drengjum. Eitt af þessum efnum er „Octocrylene“. Rétt er að hvetja fólk til þess að leita uppi innihaldslista þeirrar vöru sem stendur til að kaupa. Listana má finna með því að googla nöfnin á vörunum og bæta við orðinu „ingredients”
Veftímaritið Dermatologi Times greinir frá þessu. Grein þeirra má finna hér.
Breska dagblaðið Indipendent bendir á að á síðustu 40 árum hafi fjöldi sáðfruma karlmanna hrapað um 60% vegna breyttra lifnaðarhátta. Ýmislegt bendir til þess að notkun á sólarvörn geti þar verið einn af stærri þáttum í þessu samhengi. Grein Indipendent má finna hér.