Við fengum um daginn fyrirspurn um næturkremið okkar, hvernig það væri hugsað og hvaða virkni það hefði. Hér kemur stutta svarið við því.

TARAMAR NIGHT TREATMENT – er þróað til að hafa áhrif á línur og hrukkur í andlitinu. Þetta krem inniheldur peptið sem styður við framleiðslu kollagens og laminin. Framleiðsla á Laminin-5 í húðinni minnkar með aldrinum en Laminin-5 er prótein sem hefur það hlutverk að tengja saman efri og neðri lög húðarinnar. Ef það skortir þá vill húðin verða slöpp og sigin. Þetta krem er aðeins feitara en dagkremið og margir kjósa að nota það þegar kólna fer í veðri.

Best er að bera næturkremið á eftir TARAMAR THE SERUM til þess að ná sem bestum árangri. Nú er opnunartilboðið okkar að renna út eftir helgina og hver að verða síðastur að nýta sér það.

TARAMAR er alveg hrein húðvara sem inniheldur engin eiturefni, engin eiginleg rotvarnarefni, engin efni sem hafa ruglandi áhrif á hormónaframleiðslu, engin erfðabreytt efni og engin efni sem hafa neikvæð umhverfisáhrif auk þess að vera 100% VEGAN. Lífvirkar vörur í sérflokki sem eiga engan sinn líka.