Næturkremið okkar inniheldur olíu sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, Rose Hip fræ olíuna sem unnin er úr rósaaldin (t.d. Rosa moschata). Þessi olía er gríðarlega rík af andoxunarefnum og lífsnauðsynlegum fitusýrum sem eru m.a. mikilvægar fyrir endurnýjun himna og vefja.

Í haust þá hefst nýtt verkefni hjá okkur en við ætlum að safna rósaaldin frá plöntum sem hafa vaxið við íslenskar aðstæður og draga út bæði vítamín og olíur frá nokkrum mismunandi tegundum. Það er aldrei að vita nema að íslensku rósirnar gefi af sér efni sem toppa þessa olíu. Reynsla okkar af jurtum sem eru íslenskar er sú að þær eru bæði hreinni og kraftmeiri. Það er líkast til stuttur vaxtatími og erfið skilyrði á norðlægum slóðum sem valda því að þessar jurtir eru sérlega áhrifamiklar.