Men’s Natural Skincare – Karlaboxið

28.900 kr. m/vsk

TARAMAR karlaboxið inniheldur: Næturkrem (Night Treatment) sem er rakagefandi krem og má nota jafnt að degi sem nóttu til að halda húðinni mjúkri; Serum sem vinnur með stoðvefi húðarinnar og gerir hana sterkari og sléttari og þörungaolíu (Purifying Treatment) sem gott er að bera á andlitið strax eftir sturtu á morgnanna og leyfa henni að verja húðina gegn rakatapi yfir daginn.

Vörunúmer: 1042 Flokkur:

Lýsing

Við höfum sett saman í box þær vörur sem hafa verið vinsælastar á meðal Íslenskra karlmanna. Fjöldi karla sem notar TARAMAR hefur vaxið hratt og  nú getið þið keypt á einu bretti allt það besta fyrir húðina ykkar. TARAMAR karlaboxið inniheldur: Næturkrem (Night Treatment) sem er rakagefandi krem og má nota jafnt að degi sem nóttu til að halda húðinni mjúkri; Serum sem vinnur með stoðvefi húðarinnar og gerir hana sterkari og sléttari og þörungaolíu (Purifying Treatment) sem gott er að bera á andlitið strax eftir sturtu á morgnanna og leyfa henni að verja húðina gegn rakatapi yfir daginn.

TARAMAR vörurnar byggja á sérunnum lífvirkum efnum úr íslenskum þörungum, lífrænt ræktuðum jurtum, grænmeti og ávöxtum. Vörurnar eru hannaðar til að vinna saman í miklu jafnvægi. Samlegðaráhrifin eru mikil og til samans þá endurbyggja þær húðina, vernda hana fyrir rakatapi, slétta úr ójöfnum, gera hana fíngerðari og halda henni mjúkri.  Finna má mikla vellíðan í húðinni þegar lífvirku innihaldsefnin smjúga djúpt ofan í húðina og byrja að vinna með húðina.

Öll framleiðsla TARAMAR er gerð með einkaleyfavarinni tækni, NoTox®, sem gerir kleift að framleiða og geyma lífvirkar húðvörur við herbergishita, án þess að nota nein af þeim efnum sem eru talin hafa slæm áhrif á húð og líffæri.  TARAMAR vörurnar eru því sérstaklega góðar fyrir þá sem eiga við heilsu bresti að stríða þar sem þær setja ekki aukið álag á líkamann, þvert á móti þá létta þær undir og geta jafnvel stuðlað að betri heilsu.