Frú Eliza Reid, forsetafrú kom í óformlega heimsókn á Nýsköpunarmiðstöð í gær fimmtudaginn 28 júní þar sem hún fékk greinargott yfirlit yfir starfsemina sem fram fer hér. Sérstakan áhuga hafði hún á því starfi sem hér er unnið með frumkvöðlum og fyrirtækjum og ekki síður grasrótarstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar með ungu fólki og skólum landsins. Fundurinn var haldinn að ósk og frumkvæði forsetafrúarinnar. Við hjá TARAMAR notuðum tækfærið og færðum frú Elizu TARAMAR vörur að gjöf og fræddum hana örlítið um vörurnar okkar og starfsemina sem vex hratt um þessar mundir.
Á myndinni má sjá Viðar Garðarsson markaðsstjóra TARAMAR og frú Elizu Reid, ræða saman.