Vörurnar frá TARAMAR eru þróaðar til að koma til móts við þá neitendur sem vilja afburða hreinar vörur án allra efna sem safnast upp í frumum og geta valdið óæskilegum frumuvexti eða haft áhrif á hormónakerfi líkamans. Flestar húðvörur innihalda mjög mörg efni og þar á meðal efni sem geta haft neikvæð áhrif á húð og líkama. Environmental Working Group eða EWG (www.ewg.org) telur að það séu fleiri en 900 efni í húð og snyrtivörum sem hafi neikvæð áhrif s.s. eitrandi, uppsafnandi, hormónaruglandi og krabbameinsvaldandi.

TARAMAR hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á að þróa leiðir til að búa til einstakar húðvörur í miklum gæðum án þess að nota nein af þessum efnum og án þess að nota efni sem brotna ekki upp í náttúrunni. Þannig eru TARAMAR vörurnar gerðar eingöngu úr efnum sem eru viðurkennd í matvælum og því eru vörurnar tæknilega séð ætar.

Við hjá TARAMAR vitum vel hversu mikilvægt það er varna uppsöfnun ákveðinna efna í frumum líkamans. Þess vegna eru vörurnar okkar, þá sérstaklega DAY TREATMENT og PURIFICATION TREATMENT þróaðar með það í huga að stuðla að afeitrun og hreinsun í öllum lögum húðarinnar.

TARAMAR hefur vegna Bleiku slaufunnar sett fram tilboð hér á vefnum þar sem við bjóðum saman í setti þessar tvær vörur DAY TREATMENT og PURIFICATION TREATMENT. Fullt verð hér í vefverslun okkar er 23.800 krónur. Viðskiptavinir okkar fá tilboðið á 19.900 krónur og renna 4.000 krónur af hverju seldu tilboði til átaksins Bleika slaufan.

Kaupa tilboð