Select Page
Tilboð

Tilboð vegna Bleiku slaufunnar – Dagkrem og Hreinsiolía

23.800 kr. 19.900 kr.

Afsláttur fellur niður þegar niðurtalningu lýkur

Þetta tilboð er sett fram sérstaklega í tilefni Bleiku slaufunnar og samanstendur af TARAMAR Dagkremi og TARAMAR Hreinsiolíu.  Fullt verð hér í vefverslun okkar er 23.800 krónur. Viðskiptavinir okkar fá tilboðið á 19.900 krónur og renna 4.000 krónur af hverju seldu tilboði til átaksins Bleika slaufan.

 

Lýsing

Þetta tilboð er sett fram sérstaklega í tilefni Bleiku slaufunnar og samanstendur af TARAMAR Dagkremi og TARAMAR Hreinsiolíu.  Fullt verð hér í vefverslun okkar er 23.800 krónur. Viðskiptavinir okkar fá tilboðið á 19.900 krónur og renna 4.000 krónur af hverju seldu tilboði til átaksins Bleika slaufan.

TARAMAR Dagkremið,
Rakagefandi og nærandi krem sem endurvekur húðina og gefur henni heilbrigðari blæ. Það sem gerir kremið einstakt er að í því eru ferjur (liposomes) sem koma hinum virku efnum inn í innstu lög húðarinnar.

Kremið byggir á andoxunareiginleikum þörunga og í því er ekstraktið Arctic Complex® sem unnið er á rannsóknarstofum TARAMAR úr sérstakri þörungablöndu, þetta ekstrakt er sérstaklega virkt, það hefur mjög sterka andoxunar eiginleika og í því er mikið af lífvirkum efnum. Arctic complex® er byggt á yfir 20 ára vísindarannsóknum. Dagkremið inniheldur einnig bólgueiðandi morgunfrú, vítamín úr gulrótum og Q10 sem stuðlar að heilbrigðum bruna í húðinni.

TARAMAR hreinsiolían er einstaklega nærandi og mjúk viðkomu. Hún hefur tvöfalda virkni, annars vegar að hreinsa húðina og hins vegar að þétta hana.Hreinsiolían byggir á andoxunar-eiginleikum þörunga og inniheldur einnig undra ekstraktið Arctic Complex® ásamt vítamínum úr meadowfoam fræolíu og ester sem styrkir og þéttir húðina.

Allar vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

Báðar vörurnar koma í 30ml. svörtum glerflöskum.