ISECI eru samtök matvælafræðinga í Evrópu sem sérhæfa sig í að tengja saman kennslu, vísindi og atvinnulíf (https://www.iseki-food.net/). Einn af stofnendum TARAMAR, prófessor Kristberg Kristbergsson er einn af megin hvatamönnum að stofnun þessara samtaka og situr í stjórn þeirra.
ISECI á rætur að rekja til netverkefnisins Foodnet en á síðustu árum þá hafa stamtökin stækkað gríðarlega og ánægjulegt var að sjá hverrsu margir ungir ungir vísindamenn sóttu ráðstefnuna í Stuttgart. Einn af mikilvægustu afrökstrum ISEKI er bókaflokkur sem er gefinn út af Springer forlaginu. Kristberg hefur ritstýrt bókaflokkinum en alls eru bækurnar orðnar 11. Bækurnar sem fjalla um matvæli og rannsóknir eru nú notaðar sem kennslubækur um allan heim en einnig má finna bækur sem eru áhugaverðar fyrir almenning eins og t.d. bókaflokkinn um hefðbundin matvæli https://www.springer.com/gp/book/9781489976468