Lýsing
MENS ACTIVE SERUM er einstök serum-gel formúla sem byggir á íslensku þangi, þrenningarfjólu og eggjahvítuefnum sem hafa mikla getu til að auka raka í húðinni og draga úr hrukkumyndun. Dagleg notkun á seruminu framkallar hraðar breytingar þar sem húðin verður sléttari og rakameiri.
Best er að bera serumið á húðina á morgnana, á eftir olíunni ef hún er notuð. Ekki þarf að nota mikið af serúminu í hvert skipti, bara nokkra dropa sem dreifast vel yfir allt andlitið. Serumið vinnur með kollagen búskap húðarinnar og sléttir úr kollagenþráðunum þannig að húðin verður þéttari, sterkari og fínar línur verða minna áberandi.
MENS ACTIVE SERUM byggir á lífvirkum efnum úr marinkjarna frá Breiðafirði og þrenningarfjólu sem er ræktuð hjá Móðir Jörð og á Hæðarendar í Grímsnesi. Einnig inniheldur serumið peptíð sem framkallar hraðar breytingar á kollagenþráðunum.
INNIHALDSEFNI: AQUA (ICELANDIC LAVA FILTERED SPRING WATER ), ORGANIC ALARIA ESCULENTA EXTRACT, LACTOBACILLUS FERMENT, SODIUM HYALURONATE, ORGANIC HYDROLYZED VIOLA TRICOLOR EXTRACT, SCLEROTIUM GUM, LEUCONOSTOC/RADISH ROOT FERMENT FILTRATE, TRIPEPTIDE-10 CITRULLINE, CAPRYLYL GLYCOL, ORGANIC CITRUS AURANTIUM BERGAMIA PEEL OIL, ORGANIC POGOSTEMON CABLIN LEAF OIL, CITRAL NATURAL COMPONENT OF ESSENTIAL OIL, LIMONENE NATURAL COMPONENT OF ESSENTIAL OIL, LINALOOL NATURAL COMPONENT OF ESSENTIAL OIL.