Þessa dagana er uppskerutími á þeim jurtum sem ræktaðar eru sérstaklega fyrir okkur i TARAMAR. Í gær fengum við sendingu frá hjónunum Eymundi Magnússyni og Eygló Björk Ólafsdóttur í Vallarnesi á Fljótsdalshéraði. Þar reka þau lífræna búið Móður jörð. Hreinleiki er lykilatriði í ræktun og framleiðslu á Vallarnesi. Ekki er notast við tilbúinn áburð eða eiturefni og ræktunin er laus við tilbúin hjálparefni, gervi- og litarefni. Það er algerlega í takt við markmið og stefnu TARAMAR.
Í gær barst til okkar í TARAMAR sending frá Vallarnesi af Morgunfrúm og Vallhumli og eins og vænta mátti fylltist framleiðslan okkar af dásamlegum ilmi. Jurtirnar voru lagðar á léreftsklædda ramma þar sem þær eru þurrkaðar áður en lífvirku efnin eru dregin úr þeim. Við vorum svo uppnumin af þessari fegurð að við máttum til með að deila þessu með ykkur.
TARAMAR er alveg hrein húðvara sem inniheldur engin eiturefni, engin eiginleg rotvarnarefni, engin efni sem hafa ruglandi áhrif á hormónaframleiðslu, engin erfðabreytt efni og engin efni sem hafa neikvæð umhverfisáhrif auk þess að vera 100% VEGAN.