Tilboð

TILBOÐSDAGAR: Næturkrem og Rakaolía

Þegar húðin er þurr og ert af kulda þá er þessi tvenna ein besta lausnin sem til er.  Með því að bera fyrsta Rakaolíuna á allt andlitið og síðan næturkremið yfir þá líður manni eins og maður sé komin með ósýnilega brynju sem ver húðina fyrir hverju sem á dynur.

Rakaolían hefur ótrúlega mikla getu til að róa húðina og fylla hana af raka. Næturkremið sem reynist einnig gott á daginn, inniheldur útdrætti úr plöntusvifi sem verja húðfrumurnar gegn kulda og tengja saman efri og neðri lög húðarinnar svo hún verður þéttari og sléttari.

TARAMAR næturkrem 30ml.

TARAMAR næturkremið er með öfluga lífvirkni og veitir raka og næringu. Styrkir húðfrumurnar meðan þú sefur og hefur uppbyggjandi áhrif. Dregur úr hrukkumyndun, styrkir collagen þræðina og gerir áferð húðarinnar slétta og silkimjúka. Kremið er 30 ml.

Mögulegt er að kaupa vöruna án pappaöskju með 500 króna afslætti. Veljið hér fyrir neðan.

án pappaöskju

Taramar Hydration Treatment 15 ml

Einstök blanda af lífvirkum efnum sem húðin drekkur í sig
úr afar flottum olíum og andoxunarefnum

Hydration Treatment er lífræn olíublanda sem er þróuð sérstaklega fyrir þurra húð. Þessi blanda er einnig góð fyrir normal húð og hefur einstaka eiginleika til að róa húðina. Hydration Treatment byggir á þremur ákaflega flottum olíum úr  mangosteen ávextinum, valmúafræjum og kókoshnetum sem eru notaðar til að draga út öflug andoxunarefni úr lífrænt ræktuðu hvítu tei og íslenskum þrenningarfjólum. Hydration Treatment olíublandan virkar ákaflega vel á þurra og normal húð og er tekin hratt upp af húðinni þannig að húðin verður skemmtileg viðkomu án nokkurrar olíutilfinningar.  Hydration Treatment mýkir húðina og ver hana gegn rakamissi.

Þessi sérstaka olíublanda  inniheldur lífsnauðsynlegar fitusýrur sem ganga vel inn í húðina og hjálpa til við að auka heilbrigði og virkni húðarinnar.

Taramar Hydration Treatment er komin í nýjar umbúðir sem eru 15 ml í svörtu gleri (mynd kemur síðar).

Þessi vara er eingöngu fyrir meðlimi.
Þetta tilboð er eingöngu fyrir þá sem eru skráðir í vildarklúbb Taramar
Vörunúmer: PAKKI36-1 Flokkar: ,

Frekari upplýsingar

TARAMAR næturkrem 30ml.

Umbúðir:

án pappaöskju

Taramar Hydration Treatment 15 ml

Umbúðir:

Án pappaöskju