Lýsing
Til að ná sem bestum árangri þá er best að bera serumið á húðina fyrst og nudda því vel inn á svæðin sem við viljum sjá mestar breytingar á. Síðan er dagkremið borið á ofan á serumið og gott er að dreifa því yfir allt andlitið með hringlaga strokum. Fyrir þá sem eru að byrja þá er ekki úr vegi að nota serumið 2x á dag fyrstu vikuna og fylgast vel með breytingum sem koma í ljós.
Njótið vel og verið fullviss um að TARAMAR er “HREIN” næring fyrir húðina og ekki þarf að óttast að í þeim felist efni sem geta haft neikvæð áhrif á innkirtla- og líffærakerfi líkamans, eða eitrandi efni frá skordýra-, illgresis-, eða sveppaeitri.