Lýsing
Nú þegar fermingar fara í hönd þá finnst okkur tilvalið að setja saman fermingargjöf sem getur haft svo mikil og jákvæð áhrif á líf okkar ástkæru unglinga.
TARAMAR á í dag unglinga sem hafa eignast nýtt líf með notkun TARAMAR varanna og ekki bara hvað þau sjálf varðar heldur einnig líf allrar fjölskyldunnar sem hefur í sumum tilfellum breyst til hins betra. Við höfum fengið símtöl frá mæðrum sem eru grátandi af gleði og létti yfir að unglingurinn þeirra sem neitaði að fara í skóla eða út úr húsi vegna erfiðleika í húðinni, er búinn á taka gleði sína á ný með ljómandi fallega húð.
Þær vörur sem hafa gefið mestan árangur á unga húð sem er að eiga við hormónabreytingar eru Healing Treatment og Purifying Treatment. Healing Treatment byggir á græðimætti íslenska vallhumalsins en hann vinnur með húðina á margan hátt og getur framkallað afar fallegan ljóma sem sjá má fljótlega eftir fyrstu notkun. Purifying Treatment byggir á útdráttum úr íslensku þangi sem mýkir og hreinsar húðina og ver hana gegn sýkingum og þurrki.
Þessar vörur fást í fallegum TARAMAR gjafapoka á 14.560 kr sem er 30% afsláttur af fullu verði.