Í nýrri markaðsrannsókn í Bandaríkjunum kemur fram að 62% af konum á aldrinum 18-35 ára lesa utan á umbúðir á snyrti- og húðvörum til að forðast ákveðin efni. Sjá á mynd þau efni sem þær reyndu forðast. Þannig sögðu 3 af hverjum 10 að þær myndu aldrei kaupa vörur sem innihéldu sulföt, eins og t.d. lauryl sulfate sem finnst í svo til öllum sjampóum.
Þekking á þessum heitum er takmörkuð hér á landi og rétt að hvetja ykkur kæru viðskiptavinir TARAMAR til þess að leggja þessi helstu á minnið. Myndin hér til hliðar nefnir þau helstu og sýnir hversu stórt hlutfall kvenna í Ameríku þekkir þessi efni og reynir eftir fremsta megni að forðast þau. TARAMAR er sérlega stolt af því að geta sagt frá því að engin af þessum efnum er að finna í vörunum okkar. Samkvæmt myndinni hér til hliðar eru helstu efni sem þið konur góðar ættuð að forðast þessi:
Sulfates
Parabens
Synthetic fragrances
Oxybenzone
Peg Compounds
Mineral oil
Nanoparticles
Retinyl Palmtate