Lýsing
Gott er að byrja nýja árið á að hreinsa og endurræsa húðina. Þegar við eldumst þá hægir á efnaskiptum í húðinni og úrgangsefni geta safnast fyrir. Þetta á sér einnig stað þegar við notum mikið af efnum sem þekja húðina eins og farða eða þykk krem.
Um leið og við hristum af okkur slenið eftir hátíðina og byrjum að hreinsa líkamann þá er gott að gefa húðinni gott forskot og hjálpa henni að komast í fulla virkni aftur.
Til að ná þessu markmiði þá höfum við valið 4 vörur í pakka, dagkrem, hreinsioliu, ensímhreinsi og gua sha stein, sem allar eru einstaklega góðar til að endurræsa og afeitra húðina.
Hér er flott rútína sem mun skila góðum árangri:
- Ef það hentar að framkvæma fyrsta skrefið í sturtunni, leyfið þá húðinni að hitna aðeins og berið svo hreinsiolíuna á andlitið með fingrunum. Nuddið hana inn í húðina með hringlaga hreyfingum og skolið hana svo af. Stillið sturtuna á kalt og lokið húðinni með kaldri gusu
- Þegar þið eruð komin úr sturtunni og eruð búin að þurrka húðina, berið dagkremið á allt andlitið.
- Að kvöldi, hreinsið húðina með hreinsiolíunni og skolið hana af með volgu vatni. Ef húðin er mikið þurr, þá má bera hreinsiolíuna á aftur og láta hana sitja á húðinni yfir nóttina.
- Hvort sem er að morgni eða kvöldi, notið gua sha steininn til að örva húðina og koma blóðrásinni vel af stað svo hún eigi auðveldara með að losa sig við úrgang. Sjá má meira um notkun á Gua Sha steininum hér: https://youtu.be/vNGRt4WnmAE, en reynið þó að koma ykkur upp einfaldri rútínu svo þið gefist ekki upp. Það er ekki endilega nauðsynlegt að gera alla rútínuna, góðar strokur eftir kjálkum og útfrá augnsvæðinu niður með kinnunum, hjálpa mikið.
- Djúphreinsið húðina og fjarlægið dauðar húðfrumur með ensímhreinsinum einu sinni til tvisvar í viku. Hann má nota annaðhvort að morgni eða kvöldi. Ensímhreinsirinn er borinn á allt andlitið og niður á hálsinn og látinn sitja á húðinni í 15-20 mínútur. Skolið hann af með þvottapoka og volgu vatni. Ef húðin er þurr, þá er gott að bera hreinsiolíuna eða dagkremið á húðina eftir hreinsunina.