TARAMAR er að vinna rannsóknir á Repju og munu þær standa yfir í sumar. Markmiðið er að þróað aðferð til að hreinsa repjuolíuna svo TARAMAR geti notað hana í húðvörurnar okkar. Rannsóknin tekur meðal annars yfir hreinsað glycerol sem fellur til við gerð lífeldsneytis og einnig að skoða magn fosfólípíða í hrati frá Repjunni en þau notum við í næstum allar vörur TARAMAR.
Ragnhildur Einarsdóttir mun stýra þessum rannsóknunum og mun hún hafa 2 nemendur sér til fulltingis við þessa vinnu. Þetta er eitt af mörgum skrefum TARAMAR til þess að tryggja að sem mest af þeim efnum sem notuð eru í kremin okkar séu ræktuð af íslenskum bændum sem vinna í lífrænni ræktun.