Lýsing
Þetta krem leysir svo mörg húðvandamál hjá börnum sem og fólki á öllum aldri. Kremið er unnið úr kókoshnetuolíu, avókadó olíu og íslenskum jurtum og nýtir einstakan eiginleika vallhumals til að græða og endurbyggja húð.
Þetta krem hjálpar til við að halda húð barnsins mjúkri og lausri við sýkingar og sveppamyndun. Það er mjög gott á bleyjusvæðið sem og í húðfellingar þar sem húðin vill verða rauð og pirruð. Í raun er kremið ákaflega gott á alla húð sem hefur brunnið, hvort sem það er af völdum sólar, þvags, núnings eða eiginlegs bruna af völdum elds.
Kremið virkar einnig vel á sum exem sem og þurra og sprungna húð. Einnig er það gott á bólur og Taramar á nokkra unga viðskiptavini sem hafa öðlast nýtt líf eftir að þetta krem var notað til að fjarlægja bólur og endurbyggja húðina.
Kremið hefur verið prófað af húðlæknum og fengið vottun um að innihalda enga ofnæmisvaka (hypoallergenic prófanir hjá óháðri rannsóknastofu í Kanada). Notið á börn eldri en 6-8 vikna sem og allan aldur þar fyrir ofan.