Lýsing
Vörurnar frá TARAMAR eru byltingarkenndar húðvörur og byggja á áratuga vísindarannsóknum Guðrúnar Marteinsdóttur og Kristbergs Kristbergssonar prófessora við Háskóla Íslands. Mjög lífvirkar, algerlega hreinar lúxus húðvörur.
TARAMAR dagkrem 30ml.
Rakagefandi og nærandi krem sem endurvekur húðina og gefur henni heilbrigðari blæ. Það sem gerir kremið einstakt er að í því eru ferjur (liposomes) sem koma hinum virku efnum inn í innstu lög húðarinnar.
TARAMAR næturkrem 30ml.
TARAMAR næturkremið er með öfluga lífvirkni og veitir raka og næringu. Styrkir húðfrumurnar meðan þú sefur og hefur uppbyggjandi áhrif. Dregur úr hrukkumyndun, styrkir collagen þræðina og gerir áferð húðarinnar slétta og silkimjúka.
TARAMAR Serum 15ml.
Dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. The Serum myndar filmu á húðinni sem tryggir viðvarandi virkni.
TARAMAR Hreinsiolía 30ml.
TARAMAR hreinsiolían er einstaklega nærandi og mjúk viðkomu. Hún hefur tvöfalda virkni, annars vegar að hreinsa húðina og hins vegar að þétta hana.
TARAMAR augnkrem 15ml
Vinsamlegast athugið að þessi pakki samanstendur af Taramar vörum sem eru afhentar án pappaumbúða, hann hentar því vel fyrir reglulega notendur sem vilja hugsa um umhverfið.