Lýsing
TARAMAR MENS ACTIVE CREAM er einstaklega rakagefandi og húðstyrkjandi krem sem byggir á lífvirkni úr þangi frá Breiðafirði og íslenskum lækningajurtum. Kremið inniheldur einnig útdrætti úr plöntusvifi og Hexapeptíð sem vinna með stoðkerfi húðarinnar og styrkja tengingar á milli húðlaga. Þannig dregur kremið úr hrukkumyndun og gerir áferð húðarinnar slétta og silkimjúka.
Best er að bera kremið á allt andlitið ofan á serumið, ef það er notað. Þannig verður kremið hluti af morgunrútínunni en í fyrstu getur verið gott að bera kremið á tvisvar á dag. En síðar þegar húðin tekur við sér, þá er minni þörf á mikilli notkun.
TARAMAR MENS ACTIVE kremið byggir í lífvirkum efnum sem eru dregin út úr íslenskum marinkjarna og augnfró, ásamt sjávarsvifi, hexapeptíði og ákaflega flottum apríkósukjarna- og sheasmjör olíum.
MENS ACTIVE olíublandan byggir á þörungum úr Breiðafirði og er góð fyrir alla húð. Olían hefur einstaka getu til að sökkva inn í húðina, næra hana og verja yfir daginn. Ef húðin er mjög þurr þá er gott að bera olíuna á húðina bæði á morgnana og kvöldin. Þegar olían er borin á húðina, t.d. eftir rakstur eða sturtu að morgni, þá er best að pumpa 1-2 pumpur í lófann, nudda lófunum saman og strjúka þeim svo yfir andlitið eða nudda olíunni inn í andlitshúðina með fingrunum. Einnig má strjúka létt yfir hárið með lófunum eftir að þeim hefur verið strokið yfir andlitið, það hjálpar til við að halda hárinu góðu.
MENS ACTIVE olíublandan byggir á lífvirkum efnum sem eru dregin út úr marinkjarna frá Breiðafirði, hrossaþara og hvönn frá Hrísey. Einnig innheldur hún lífrænt vottaða apríkósukjarnaolíu, E vítamín og squaline sem er unnið úr olífum. Squalínið færir lífvirku efnin inn í húðina.
INNIHALDSEFNI: PRUNUS ARMENIACA KERNEL OIL, ALARIA ESCULENTA EXTRACT, ANGELICA ARCHANGELICA EXTRACT, SQUALENE (FROM OLIVES), ALGAE OIL PURE WILD SOURCE, DI-PPG-2 MYRETH-10 ADIPATE, TOCOPHEROL, HELIANTHUS ANNUUS SEED OIL, AGONIS FRAGRANS BRANCH/LEAF OIL, LINALOOL COMPONENT OF ESSENTIAL OIL, LIMONENE COMPONENT OF ESSENTIAL OIL
INNIHALDSEFNI: AQUA (ICELANDIC LAVA FILTERED SPRING WATER ), ORGANIC PRUNUS ARMENIACA KERNEL OIL, ORGANIC CAPRYLIC/ CAPRIC TRIGLYCERIDE, SQUALENE (FROM OLIVES), ORGANIC BUTYROSPERMUM PARKII BUTTER, ORGANIC ROSA CANINA SEED OIL, LACTOBACILLUS FERMENT, CETEARYL OLIVATE, SORBITAN OLIVATE, PSEUDOALTEROMONAS FERMENT EXTRACT, LACTOBACILLUS/AVENA SATIVE (OAT) KERNEL FERMENT EXTRACT, ORGANIC EUPHRASIA OFFICINALIS EXTRACT, ORGANIC ALARIA ESCULENTA EXTRACT, HELIANTHUS ANNUUS SEED OIL, SCLEROTIUM GUM, AGONIS FRAGRANS BRANCH/LEAF OIL, MELALEUCA ERICIFOLIA LEAF OIL, CAPRYLYL GLYCOL, HEXAPEPTIDE-10, NATURAL COMPONENTS OF ESSENTIAL OILS: GERANIOL, CITRONELLOL, LIMONENE.