Lýsing
Jólagjöfin frá TARAMAR innheldur afburða hreinar íslenskar húðvörur sem byggja á lífvirkni úr þangi safnað með höndum í Breiðafirði og lífrænt ræktuðum lækningajurtum úr Grímsnesinu. Hver gjafpoki inniheldur Dagkrem (30ml) og The Serum (15ml).
Dagkremið er rakagefandi og nærandi krem sem endurvekur húðina og gefur henni heilbrigðari blæ. Það sem gerir kremið einstakt er að í því eru ferjur (liposomes) sem koma hinum virku efnum inn í innstu lög húðarinnar. Kremið byggir á andoxunareiginleikum þörunga (marinkjarni og maríusvunta), bólgueiðandi morgunfrú, vítamínum úr gulrótum og Q10 sem stuðlar að heilbrigðum bruna í húðinni.
Dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið myndar filmu á húðinni sem tryggir viðvarandi virkni. Filman getur gefið tilfinningu um að húðin strekkist. Serumið byggir á andoxunareiginleikum þörunga (marinkjarni og maríusvunta), rakagefandi hyaluronic sýru og peptíði sem styrkir collagenþræði húðarinnar