FDA (Food and Drug Administration í Bandaríkjunum) hefur sent frá sér viðvörun þar sem þeir vara við notkun phenoxyethanols í brjóstakrem vegna hættu á að skaða ungabörn þar sem það getur haft skaðleg áhrif á miðtaugakerfið og valdið niðurgangi. Þetta efni er notað í svo til allar húðvörur! og rannsóknir sýna að það er tekið upp mjög hratt í gegnum húðina.

phenoxyethanol er að finna í ótal tegundum snyrti- og húðvara en notkun þessa efnis hefur verið að aukast mikið og hafa framleiðendur notað það í stað parabena áður.

Lesa má meira um þetta á vef FDA með því að smella hér

Vefurinn Save Cosmetics hefur tekið saman frekari upplýsingar um Phenoxyethanol, m.a. hvar það er helst notað. Skoða má þá samantekt hér.