Húðmæling – Sandgerði
0 kr. m/vsk
Hér á dagatalinu fyrir neðan bókar þú tíma í húðmælingu hjá TARAMAR. Veldu dagsetningu sem hentar (eingöngu hægt að bóka á grænum dögum). Þá velur þú lausan tíma sem hentar þér og ýtir á „Bóka valdan tíma“ takkann. Þá fer húðmælingin í körfuna þína og þú gengur frá greiðslu fyrir mælinguna.
Vinsamlega athugaðu að tímabókunin þín er ekki staðfest fyrr en greitt hefur verið fyrir mælinguna.
Við höfum hafið áttak í húðmælingum. Hægt er að skrá sig á www.taramar.is/hudmaelingar. Hver mæling kostar 8000 kr. Þessi kostnaður gengur upp í vöruverð ef þess er óskað og því er mælingin ókeypis ef viðkomandi kaupir vörur um leið.
Mælingarnar sem við gerum í dag eru gerðar með þrívíddar myndavél sem tekur myndi af yfirborði húðarinnar. Út frá myndunum má meta þætti eins og hrukkur, fínar línur, holur, ójöfnur, roða í húð o.fl. Síðar í vor þá verðum við einnig komin með tæki sem mæla raka og þéttleika húðarinnar undir yfirborðinu.
Í lok hverrar mælingar þá fær viðkomandi stutta skýrslu og þessar skýrslur verða einnig settar inn á vörslusvið hvers og eins í vildarklúbbnum. Þannig munið þið geta fylgst með húðinni ykkar og borið saman mismunandi mælingar yfir lengri tímabil.
Um leið og almennar húðmælingar standa til boða, þá munum við einnig setja af stað mælingar sem eru gerðar út frá vísindalegri nálgun. Þannig munum við velja úr þeim sem skrá sig í húðmælingar og búa til hópa sem eiga við ákveðin einkenni. Þessir aðilar fá allar mælingar fríar en þess í stað þurfa þeir að fylgja settum reglum um notkun varanna og mega alls ekki nota neinar aðrar vörur á meðan.
Samhliða þessu áttaki þá höfum við tekið saman upplýsingar um hvernig má nota TARAMAR vörurnar til að hjálpa húðinni þegar hún er: rauð, þurr, blönduð, slök, hrukkótt eða líflaus. Fyrir hverja leið, þá mælum við með ákveðnum vörum og bjóðum þær á 5% afslætti. Sá afsláttur legst ofan á vildarkjörin, þannig að hér opnast leið fyrir ykkur til að fá vörurnar á enn betra verði en áður.
Finna má nánari upplýsingar hér: www.taramar.is/betrihud. Þessi síða mun vaxa enn frekar og hér munum við setja inn upplýsingar úr rannsóknunum (án persónutenginga) og nánari umræðu um hvernig er best að nota TARAMAR vörurnar.