Tanning Treatment

12.950 kr. m/vsk

TARAMAR brúnkukremið er þróað til að mæta þörfum þeirra sem leita að hreinum brúnkukremum sem hafa ekki skaðlega áhrif á húðina. TARAMAR brúnkukremið inniheldur DHA sem er virkt efni sem unnið úr sykri og veldur efnahvörfum við amínósýrur í yfirborðsfrumum húðarinnar og framkallar ljósbrúnan lit á húðinni. DHA er almennt talið skaðlaust þar sem það er ekki tekið upp af húðinni og það myndar bara samband við ysta lagið á húðinni, en mikilvægt er þó að setja ekki of mikið af því í formúlur og alls ekki meira en leyfilegt hámark. Að öðru leiti þá er TARAMAR brúnkukremið jafn hreint og hinar TARAMAR vörunar og því hugsanlega hreinasta brúnkukrem sem stendur til boða í heiminum í dag.

Ekki til á lager

Villt þú afslátt? Komdu í vildarklúbbinn!
Vörunúmer: 1315 Flokkur:

Lýsing

Eins og þekkt er þá eru brúnkukrem ákaflega vinsæl.  Þetta eru þó vörur sem leyna á sér og innihalda oft mikið af efnum sem eru ekki góð fyrir okkur.  TARAMAR Tanning Treatment er okkar tilraun til að búa til brúnkukrem sem inniheldur ekki öll þessi skelfilegu efni. Við erum búin að setja saman formúlu sem er næstum því jafn hrein og allar hinar TARAMAR formúlurnar. Við segjum næstum því, því þessi formula inniheldur DHA (dihydroacetone), en það er efni sem við myndum að öllu jöfnu ekki nota í TARAMAR vörur. DHA er virkt efni, unnið úr sykri, og veldur efnahvörfum við amínósýrur í yfirborðsfrumum húðarinnar og framkallar ljósbrúnan lit á húðinni. DHA er almennt talið skaðlaust þar sem það er ekki tekið upp af húðinni og það myndar bara samband við ysta lagið á húðinni. EWG (sjá hér) bendir þó á að það sé mikilvægt að nota efnið ekki í miklu magni og fara alls ekki fram yfir leyfilegt hámark. Talið er að það sé ekki alltaf hægt að treysta á þetta, sérstaklega í brúnkukremum sem valda hröðum og litsterkum breytingum.

Kremið okkar inniheldur tiltölulega lítið magn af DHA (3.8%), eða langt undir leyfðu hámarki sem er 10%. Því kemur litabreytingin hægt fram, og það getur tekið 1-2 daga, en það er þó mjög misjafnt. Liturinn sem myndast á húðinni er fallegur og kemur hraðar fram ef maður fer aðeins í sól. Það þarf ekki langan tíma en sólin flýtir ferlinu.