Lýsing
Þegar við eldumst minnkar framleiðsla á fitu, trefjum og öðrum stoðefnum í húðinni. Þetta á sérstaklega við um kollagen (sem þéttir og styrkir húða), elastín (sem er nauðsynlegt fyrir teygjanleika húðarinnar) og glýkósamínóglýkön (sem halda húðinni rakri). Þannig dregur meira og meira úr framleiðslu próteina sem stjórna myndun kollagens og elastín trefjanna. Húðin verður þynnri og ekki eins teygjanleg og kollagenþræðirnir missa styrk og verða ójafnir og kræklóttir. Línur og hrukkur myndast í yfirborðslaginu.
Miklar framfarir hafa átt sér stað í rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum sem í raun geta endurbyggt húðina og hægt á öldrunarferlinu. TARAMAR nýtir sér þessa tækni og hefur einnig þróað nýjar leiðir til að framleiða snjöll lífvirk efni úr íslenska jurtaríkinu. Til viðbótar þá notar TARAMAR náttúruleg efni eins og peptíð, ensím og hýalúronsýru sem hafa hraða og mikla getu til að bæta húð. Útkoman eru einstakar formúlur sem byggja upp húðina án notkunar slæmra efna eða neikvæðra aukaverkana.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.