Tilboð

TARAMAR jólagjöf – Gua Sha Andlits Umbreyting/Hreinsiolía

Original price was: 14.900 kr..Current price is: 14.900 kr.. m/vsk

Gua Sha Andlits Umbreyting – er kjörin gjöf fyrir þá sem vilja ná árangri í meðferð á húðinni. Þessi vara samanstendur af tveimur TARAMAR vörum (hreinsiolía og næturkrem) sem hvor um sig er í 15ml flösku. Rúsínan í pylsuendann er svo Gua Sha nuddsteinn sem er pakkað með vörunum í undurfagurt og mjög vandað box og sett í fallegan TARAMAR poka þannig að pakkinn er tilbúinn undir tréð.

Villt þú afslátt? Komdu í vildarklúbbinn!
Þetta tilboð er eingöngu fyrir þá sem eru skráðir í vildarklúbb Taramar
Vörunúmer: 1112 Flokkar: ,
TARAMAR Jólagöfin:
Vörurnar sem við höfum valið með Gua Sha steininum eru mjög sérstakar. Annars vegar er það Næturkremið en það hefur unnið til fimm alþjóðlegra verðlauna fyrir gæði, virkni og hreinleika. Hinsvegar er það Hreinsiolían en hún hefur líka unnið til alþjóðlegra verðlauna og verið prófuð af óháðri Franskri rannsóknastofu. Þessar prófanir sem voru framkvæmdar á 38 konum sýndu að olían djúphreinsar húðina, stuðlar að afeitrun, þéttir hana og umbreytir henni þannig að hún fer að ljóma og verður fallegri á litinn. Eins og fram kemur í lýsingu á næturkreminu (sjá flettibók hér fyrir neðan) þá er það sérhannað til að aðstoða húðina við hina miklu vinnu sem hún fer í gegnum á nóttunni. En nóttin er einn mikilvægast tími sólarhringsins fyrir húðina. Þegar við höllum höfði í lok dags og kyrrum hugann þá vaknar húðin og setur af stað mikilvæga ferla sem standa yfir í marga klukkutíma. Oft er talað um hina gullnu stund húðarinnar sem stendur frá 1-4 um nóttina. Á þessum tíma losar húðin sig við úrgangsefnin. Blóðflæðið til húðarinnar eykst og framleiðsla kollagen þráða og annarra byggingarefna eins og elastin eykst einnig.  Öll þessi framleiðsla og aukin efnaskipti í húðinni geta þó valdið rakatapi og hjá sumum er það svo mikið að fólk vaknar með þurrari húð að morgni en þegar það fór að sofa. Næturkremið er þróað til að mæta þessu og draga úr rakatapi og aðstoða húðina við að losna við úrgansefnin og byggja upp nýja vefi og kollagenþræði.

Sjá hér fyrir neðan myndband með leiðbeiningum fyrir Gua Sha og flettibækur með upplýsingum um Næturkremið og Hreinsiolíuna
(smellið á efst til hægri á hverja blaðsíðu til að fletta)