UM TARAMAR

TARAMAR er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á lífrænum húðvörum sem hafa þann eiginleika að draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar og eru fullkomlega hreinar og öruggar. Vörurnar byggja á lífvirkum efnum úr sjávarfangi og læknajurtum.

NÝSKÖPUNIN OG FRUMKVÖÐLARNIR

Náttúra Íslands býr yfir gríðarlega miklum auðæfum sem við erum rétt að byrja að skoða. Í hverri rannsókn koma fram nýjar upplýsingar sem benda til ákaflega áhugaverðra þátta sem tengjast því hvernig lífríkið hefur aðlagað sig að erfiðum aðstæðum hér á norðurslóðum og ekki síst hér í hafinu við Ísland þar sem hlýir og kaldir straumar mætast og skapa umhverfi sem er bæði erfitt og breytilegt fyrir lífverurnar.

Upphafið á TARAMAR á sér stoð í þessum mikla fjölbreytileika íslenskrar náttúru, en hann varð til þess að Dr. Guðrún Marteinsdóttir, Prófessor við Háskóla Íslands setti af stað verkefni sem síðar urðu undirstaðan af TARAMAR ehf.  

Guðrún hafði um margra ára skeið unnið með lífverur úr hafinu og haft löngun til að rannsaka hina sérstöku eiginleika þeirra. Þegar hún síðar upplifði óþol fyrir húðvörum hóf hún að kynna sér innihald húðvara. Þessi rannsókn leiddi í ljós fjölda skaðlegra efna og varð kveikjan að margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu á nýrri tegund húðvara. Í þessari vinnu nýttist þekking hennar og áhugi á sjávarlífverum að fullu og er afraksturinn hinar hreinu og lífvirku TARAMAR húðvörur

Í upphafi fór þróunin af stað sem áhugamál Guðrúnar sem svar við þörf á að skapa eiturefnalausa húðvöru til eigin nota. Fljótlega færðust þó rannsóknirnar á hærra stig og í ljós kom að niðurstöður úr rannsóknum Dr. Kristbergs (eiginmaður Guðrúnar og Prófessor við Matvæla og Næringarfræði deild Háskóla Íslands) á lífvirkum efnum í matvælum hentuðu mjög vel í þróunina á húðvörunum. Í dag hafa hjónin því flutt niðurstöður úr efna- og matvælarannsóknum frá 30 ára tímabili yfir í þróunina á húðvörunum.

 

Ein merkileg afleiðing af þessu ferli er sú að húðvörurnar eru að sumu leyti líkari matvælum en eiginlegum húðvörum en flestar slíkar vörur sem er á markaði í dag koma úr heimi lyfja- og efnafræði, en ekki matvælafræði. Því má segja að TARAMAR-vörurnar séu tæknilega ætar enda tengist það meginforsendu fyrir vörunum, það að þær hafi engin ertandi, hormónaruglandi eða eitrandi áhrif á húð eða innra umhverfi líkamans þar sem mörg efni í húðvörum eru tekin upp í gegnum húðina. 

VÍSINDIN

Vörurnar frá TARAMAR byggja á langtíma rannsóknum þar sem virkni hefur verið sannprófuð með lifandi frumulíkönum. Þessi nýstárlega aðferð gerir kleift að velja eingöngu efni sem hafa góð áhrif á húðfrumurnar; t.d. með því að fanga sindurefni, draga úr oxun og bólgum, styrkja collagenþræði, viðhalda réttu raka- og sýrustigi og efla heilbrigð efnaskipti og bruna. Rannsóknirnar hafa verið unnar í samstarfi við vísindamenn frá Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og háskóla í Evrópu og Bandaríkjum.

 

Stærstu verkefnin sem eru í gangi hjá TARAMAR snúa að lífvirkni náttúrlegra efna úr þangi og lækningajurtum og þróun á náttúrulegum ferjum sem eru notaðar til að vernda og lengja líftíma lífvirku efnanna og ferja þau á þá staði í húðinni og líkamanum þar sem þau nýtast best. Þannig byggja nær allar TARAMAR-vörurnar á ferjum og rannsóknir undanfarinna 30 ára á ferjum sem nýta nanótækni hafa nýst á frábæran hátt til að gera efnaformúlurnar virkari og mörgum sinnum öflugri en formúlur sem nýta ekki ferjur. Áhrifin og breytingar á húðinni eru sjáanlegar með berum augum og oft má sjá hin jákvæðu áhrif á mjög stuttum tíma. 

Eitt stærsta rannsóknaverkefni TARAMAR hjá Háskóla Íslands í dag er þróun á öruggri sólarvörn þar sem hinum mjög svo óæskilegu sólarverjandi efnum, eins og oxybenzone, er skipt út fyrir náttúrleg efni unnin úr þörungum. „Sem dæmi um eitrandi áhrif oxybenzone þá er talið að nokkrir dropar í sundlaug (25 metra laug) leiði til styrkleika sem eyðileggi varnir kóralla þannig að þeim byrjar að blæða. Áhrif þessara efna eru slík að nú hafa fimm baðstrendur víðs vegar um heiminn bannað sólarvarnir sem innihalda þessi efni þar sem þau hafa skaðleg áhrif á lífríkið.“ 

GÆÐI, ÖRYGGI OG HREINLEIKI

Vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

Ein af stærstu uppfinningum Guðrúnar og Kristbergs var ný leið til að formúlera og geyma húðvörur án þess að nota eiginleg rotvarnarefni. Þessi uppfinning hefur verið skráð undir nafinu NoTox og er í alþjóðlegu einkaleyfa ferli. Þessi nýstárlega aðferð gerir TARAMAR kleift að framleiða húðvörur sem eru ákaflega hreinar og innihalda ekki efini eins og Parabens, Phenoxyethanol, Benzene, Urea eða önnur efni sem eru talin vera slæm fyrir húð og líkama  (sjá t.d. gagnagrunna á www.ewg.org).

TARAMAR hefur fengið fleiri en 24 alþjóðlegar viðurkenningar fyrir gæði, hreinleika og nýsköpun. Þannig brúar TARAMAR bilið á milli tveggja markaðssviða í húðvörum; annarsvegar svið öryggis og hreinleika og hinsvegar svið líftækni og virkni. Til þessa hefur verið erfitt að fá lífvirkar vörur sem hafa sjáanlega jákvæð áhrif á húð og draga úr sýnilegum áhrifum öldrunar en erum um leið algjörlega hreinar og án allra óæskilegra aukaefna.

 

VIÐURKENNINGAR OG VERÐLAUN

Best Serum

Gold 2022

Best Moisturizer

Gold 2022

Best Natural Baby Cream

Gold 2022

Best Natural Baby Product

Silver 2022

Problem Skincare

Gold 2022

Face care (leave on)

Silver 2022

Best Night Treatment

Gold UK 2021

Best Organic Beauty Brand

Silver UK 2021

Best Moist-urizer (Day Tr)

Brons UK 2021

Best Organic Beauty Brand

Gold Scan 2020

Best Night Treatment

Gold Scan 2020

Best Design

Gold Scan 2020

Best Cleansing

Silver Scan 202o

Best Eye Treatment

Silver UK 2021

Best Cruelty Free

Silver  Green  2021

Winner Night Treatment

First Prize 2021

Winner Eye Treatment

First Prize 2021

Most Innovative Brand

Lux Life 2020

Best Night Treatment

Silver 2021

Best Baby Skin Healing

Bronz 2021

Best Baby oil

Gold  2021

Best Mums Lotion

Bronz 2021

Best Moms Oil

Bronz 2021

Best Healing Creme

Gold 2020

Best Baby Oil

Silver 2020

Best Baby Skin Healing

Gold 2020

Best Moms Oil

Silver  2020

EU Seal of Excellence

ACI 2021

EU Seal of Excellence

ACI 2020

EU Seal of Excellence

ACI 2017-2019

Taramar ehf (Kt. 560810-0240) – Miðnestorg 3 – 245 Sandgerði – Sími: 570-7100 – [email protected]

Söluskrifstofa: Sjávarklasanum – Grandagarði 16 – 101 Reykjavík