LEIÐBEININGAR UM NOTKUN Á TARAMAR HÚÐVÖRUNUM
FYRSTU SKREFIN - GRUNNVÖRUR
Fyrir þá sem eru að byrja þá mælum við sérstaklega með þremur vörum: The Serum, Day Treatment og Purifying Treatment. Með daglegri notkun á þessum vörum þá munið þið sjá töluverðar breytingar og finna aukna vellíðan í húðinni. Á fyrstu vikunum þá mun húðin verða sléttari og teygjanlegri. Með áframhaldandi notkun þá verður grundvallarbreyting á húðinni, og finna má að hún er orðin þéttari, falleg á litinn og skemmtileg viðkomu. Allir unnendur TARAMAR varanna tala um að þeir upplifa betri líðan í húðinni og margir segja frá að með tímanum þá nái húðin fullkomnu jafnvægi og þeir noti minna af húðvörum almennt, hvort sem það er farði, púður eða krem og serum.
Notkun:
- Að morgni, þvoið húðina með volgu vanti og berið svo serumið á, annað hvort á allt andlitið og sérstaklega þar sem hrukkur og línur eru að myndast, t.d í kringum munn og augu.
- Berið síðan dagkremið yfir serumið og strjúkið því ákveðið en létt frá kinnbeinum og niður á höku og á enni að augum og út á gagnaugun.
- Að kvöldi, berið hreinsiolíuna á allt andlitið. Pumpið 1-2 pumpum í lófann og notið fingurna til að bera olíuna á andlitið með hringlaga hreyfingu og nuddi henni inn í húðina um leið. Leyfið henni að sitja á í 30-60 sec og þvoið hana svo af með volgu vanti og þvottapoka. Ef húðin er mjög þurr þá má bera olíuna á aftur og láta hana sitja á húðinni yfir nóttina
ÁHERSLA Á AUGNSVÆÐIÐ:
Fyrir þá sem vilja leggja áherslu á svæðið í kringum augun, þá er The Serum og Eye Treatment tilvalin tvenna sem vinnur með þetta viðkvæma svæði á mjög nærgætinn hátt. Best er að bera serumið fyrst á svæðið undir og til hliðar við augun (þar sem línur og hrukkur myndast) og síðan augnkremið yfir en það má fara allt í kring og líka ofan á augnlokin. Serumið vinnur með kollagen búskap húðarinnar, réttir úr kollagen þráðunum og gerir þá jafnari svo að línur og hrukkur minnka og jafnvel hverfa. Augnkremið mýkir og nærir húðina í kringum augun en auk þess hefur það sérstaka virkni sem þéttir húðina og dregur saman fellingar (eins og þær sem myndast ofan á augnlokunum), dregur úr pokum og lýsir húðina undir augunum ef húðin er dökk og bláleit á þessu svæði. Þessar vörur má nota hvenær sem dagsins er. Sumir kjósa að fella þær inn í morgunrútínuna á meðan aðrir nota þær á kvöldin.
HÚÐGALDRAR Á MEÐAN VIÐ SOFUM
Til að ná enn meiri árangri þá má bæta næturkreminu við í húðrútínuna. Einnig má skipta dagkreminu út fyrir næturkremið og nota það jafnt að degi sem nóttu.
Nóttin er einn mikilvægast tími sólarhringsins fyrir húðina. Þegar við höllum höfði í lok dags og kyrrum hugann þá vaknar húðin og setur af stað mikilvæga ferla sem standa yfir í marga klukkutíma. Oft er talað um hina gullnu stund húðarinnar sem stendur frá 1-4 um nóttina. Á þessum tíma losar húðin sig við úrgangsefnin. Blóðflæðið til húðarinnar eykst og framleiðsla kollagen þráða og annarra byggingarefna eins og elastin eykst einnig. Öll þessi framleiðsla og aukin efnaskipti í húðinni geta þó valdið rakatapi og hjá sumum er það svo mikið að fólk vaknar með mun þurrari húð að morgni en þegar það fór að sofa.
Næturkremið er því þróað sérstaklega til að taka þátt í þessum ferlum m.a. með því að styðja við kollagen framleiðsluna og á sama tíma verja húðina gegn vökvatapi. Auk þessa inniheldur næturkremið ákaflega flott peptíð sem hefur áhrif á tengingar á milli húðlaganna. Málið er að þegar við eldumst þá byrja þessar tengingar að rofna, en húðin er samsett úr mörgum lögum sem tengjast saman m.a, með bandvef. Þegar þessar tengingar rofna þá verður húðin slök og byrjar að síga. Þetta kemur m.a. fram í hrukkum og stundum djúpum dölum í húðinni. Peptíðið sem við notum, endurgerir þesssar tengingar. Þetta peptíð örvar myndun eggjahvítuefna (integrin og laminin) sem eru mikilvæg í að halda þessum tengingum góðum. Samspil þessa efnis og þörunganna okkar er ákaflega skemmtilegt því við höfum sýnt fram á að þörungarnir stoppa niðurbrot kollagen og elastin í húðinni. Þessi efni til samans með íslenska fjólu- og augnfróar útdráttum sem bæði hafa undraverð áhrif á raka í húð og verja hana gegn vökvatapi; geta því haft stórkostlega flott áhrif og jákvæðar breytingar sem sjá má með berum augum.
MIKLU BETRA JAFNVÆGI Í HÚÐINA
TARAMAR vörurnar eru þróaðar til að vinna saman og koma á jafnvægi í húðinni. Þær vörur sem hafa sýnt mestan árangur og vinna hratt að því að koma á jafnvægi eru Day Treatment, Arctic Flower Treatment, Healing Treatment og Purifying Treatment. Eftir að húðin er þvegin með volgu vatni að morgni, þá er Arctic Flower Serumið borið á allt andlitið og síðan dagkremið yfir. Ef vandamálablettir, roði eða erting er til staðar þá er Healing kremið einnig borið á þá bletti. Að kvöldi þá er húðin hreinsuð með Purifying Treatment (sjá leiðbeiningar í Grunnvörur) og ef húðin er mjög þurr þá má bera hreinsiolíuna á og láta hana sökkva vel inn í húðina yfir nóttina.
Sjá nánari upplýsingar hér: Blönduð húð - Taramar
ROÐI Í HÚÐ
Samkvæmt okkar reynslu þá hefur það sýnt sig að til að ná niður roða í húð þá er besta ráðið að hætt notkun á húðvörum sem eru með mikið af efnum sem húðin og hormónakerfi líkamans þola illa. Þannig hafa margir af TARAMAR notendum náð að róa húðina og mynda nýtt jafnvægi sem sést með berum augum, bara með því að nota eingöngu TARAMAR vörur.
Sú samsetning sem hefur reynst best inniheldur fjórar vörur: Night Treatment, Arctic Flower Treatment, Healing Treatment og Purifying Treatment. Ef viðkomandi vill byrja með minni pakka þá er tilvalið að byrja á Healing Treatment og Arctic Flower Treatment.
Berið Arctic Flower serumið á undir kremið hvort sem það er næturkremið eða healing kremið. Berið healing kremið á roðablettina amk einu sinni á dag, eða oftar.
Sjá nánari upplýsingar hér: Roða húð - Taramar
ÞURR HÚÐ
TARAMAR vörurnar hafa hjálpað mörgum sem eiga við þurra húð. Þannig hefur samspil Hydration Treatment og Night Treatment haft ákaflega góð áhrif en þessar vörur vinna með marga þætti í húðinni og hjálpa til við að tengja betur saman efri og neðri lög hennar.
Best er að byrja daginn á að þvo húðina létt með volgu vatni og bera svo Hydration Treatment á allt andlitið. Gott er að leyfa olíunni smá tíma til að síga inn í húðina og bera svo Night Treatment á allt andlitið.
Þurr húð er nær alltaf tengd niðurbroti á vörn húðarinnar. Vörnin samanstendur af ysta hornlaginu sem er samsett úr húðfitu og dauðum húðfrumum. Það skiptir því öllu máli að hafa vörnina í góðu lagi en hún varnar upptöku á mengandi og eitrandi efnum inn í líkamann í gegnum húðina. Þegar vörnin er löskuð þá er húðin þurr og oft ert. Til þess að hjálpa húðinni og efla vörn hennar þá er mikilvægt að nota ekki snyrti- eða húðvörur sem eru mjög basískar eða með hærra sýrustig en pH 5-6. TARAMAR vörunar eru pH stilltar og innihalda auk þess efni sem gera frumurnar heilbrigðari og sterkari. Sjá nánar hér: Þurr húð - Taramar
TVENN SERUM – TVÖFÖLD VIRKNI
Serumin tvö sem eru í TARAMAR línunni, The Serum og Arctic Flower Treatment, nálgast húðina á ólíkan hátt en þó með sama markmiði að styrkja kollagen búskap húðarinnar, auka raka og fyllingu í húðinni þannig að línur, misfellur og hrukkur verða minna áberandi. Viðskiptavinir okkar hafa náð ótrúlegum árangri með því að nota bæði serumin til að slétta og endurbyggja húð sem er farin að eldast, eða húð sem hefur ekki náð að jafna sig eftir unglingsárin. Einnig hafa bæði rannsóknir og umsagnir viðskiptavina sýnt að þessi leið virkar vel á línur á efri vör og munnsvæðinu öllu.
Best er að bera The Arctic Flower Treatment fyrst á þau svæði sem ætlunin er að vinna með. Nudda því vel inn húðina og bera svo The Serum ofan á og strjúka því einnig ákveðið inn í húðina. Þetta á við ef húðin er ekki ert eða rauð. Ef húðin er ert, þá er betra að fara varlega og bæta Healing Treatment við í meðferðina og strjúka serumunum og kreminu létt á húðina án þess að nudda hana mikið. Tilvalið að gera þetta tvisvar á dag, sérstaklega fyrstu 2 vikurnar, en síðar er nóg að framkvæma þessa rútínu einu sinni á dag.