TARAMAR
HREINAR LÍVIRKAR LAUSNIR FYRIR BETRI HÚÐ
BLÖNDUÐ HÚÐ
Lykillinn að góðri húð er jafnvægi. Því miður upplifa mörg okkar ójafnvægi í húðinni á öllum aldri, sem getur komið fram sem þurrkur, fita, roði eða erting. Orsakir þessa ójafnvægis eru margvíslegar, en í öllum tilfellum á sér stað breyting á sýrustigi húðarinnar og röskun á náttúrulegum vörnum hennar. Hér má sjá hvernig hvernig TARAMAR getur aðstoðað þig við að komast aftur á réttan kjöl með heilbrigðara útlit á skömmum tíma!
LÍFLAUS HÚÐ
Þegar við eldumst þá hægir á starfsemi húðarinnar, eins og efnaskiptum, bruna og frumuendurnýjun. Við þetta breytist litur húðarinnar og hún getur orðið líflaus og föl um leið og hrukkur, línur og dökkir eða aflitaðir blettir verða meira áberandi. Óhófleg notkun á húð- og snyrtivörum sem innihalda mikið af efnum sem vinna á móti húðinni geta hraðað þessu ferli og birt einkenni öldrunar fyrr en ella. Hér má sjá hvernig þú getur notað TARAMAR vörurnar til að endurræsa húðfrumurnar fá húðina til að vinna betur og ljóma fallega.
ÞURR HÚÐ
Ástæður fyrir þurri húð geta verið margar, eða allt frá sýkingum og sjúkdómum, eins og exemi eða vegna breytinga á raka og hitastigi, eins og á sér stað yfir vetrarmánuðina. Aðrir þættir sem hafa áhrif eru útfjólubláir geislar sólarinnar, breytingar á hormóna jafnvægi og notkun snyrti- og húðvara sem innihalda mikið af efnum sem vinna á móti húðinni. Í öllum tilfellum þá tengist húðþurrkur röskun á sýruvörn húðarinnar. Hér má sjá hvernig TARAMAR getur hjálpað þér að ná stjórn á þurri húð með því að endurbyggja sýruvörn húðarinnar og stuðla að heilbrigðri og rakabættri húð.
ROÐA HÚÐ
Roði í húð er hvimleiður og getur orsakast af mörgum mismunandi þáttum, svo sem bruna, óþoli, sýkingum, exemi o.fl. TARAMAR vörurnar hafa hjálpað mörgum sem eru að eiga við roða í húð og reynslan hefur sýnt að fólk með rósroða eða aðrar húðertingar þola TARAMAR vörurnar vel. Finndu út hér hvernig þú getur notað TARAMAR til að draga úr roða í húð.
HRUKKÓTT HÚÐ
Þegar við eldumst minnkar framleiðsla á fitu, trefjum og öðrum stoðefnum í húðinni. Húðin verður þynnri og ekki eins teygjanleg og kollagenþræðirnir missa styrk og verða ójafnir og kræklóttir. Línur og hrukkur myndast í yfirborðslaginu. Finndu út hér hvernig þú getur notað TARAMAR til að draga úr hrukkum og fínum línum með því að endurbyggja kollagenbúskap húðarinnar.
SLÖK HÚÐ
Þegar við húðin eldist þá missir hún styrkleika og þéttni og byrjar að síga. Um leið hægir á framleiðslu kollagens og samloðun á milli húðlagana gisnar og húðin missir teygjanleika og fer að síga. Sigin og slök húð sem myndar fellingar á augnlokunum getur verið bæði truflandi og orsakað þreytulegt útlit. Finndu út hér hvernig þú getur notað TARAMAR til að styrkja og lyfta húðinni og mótað þannig mun unglegra útlit á augnsvæðinu.