Lýsing
TARASÓL (trial product) er fyrsta frumgerðin af hreinni sólarvörn sem er afrakstur af rannsóknum Taramar á náttúrulegum efnum sem draga í sig UV geisla sólarinnar og hafa getu til að vernda húðina gegn UV geislum. Þessi frumgerð af Tarasól inniheldur engin eitrandi eða hormónaruglandi efni. Mikilvægt er þó að muna að þetta er frumgerð sem er ennþá verið að rannsaka og ekki er búið að votta sem sólarvörn. Því er mikilvægt að treysta henni ekki 100% og fylgjast vel með hvernig hún reynist. Athugið að bera ekki Tarasól á augnsvæðið.
Healing Treatment formúlan er þróuð til að endurbyggja og gera við húðina hvar sem er á líkamanum. Kremið er sérlega græðandi og notkunargildi þessa krems er mikið. Kremið hefur reynst vel fyrir þá sem eru með brennda húð, hvort sem er eftir sólböð eða vegna annarskonar bruna, sólarexem, rósroða, mislitun í húð, sveppi í húð, bólur, pirring, vægar sýkingar eða kláða í húðinni.
Við höfum upplýsingar um mæður sem nota kremið á bossann á börnum á bleyjualdri. Nokkrar konur hafa notað þetta krem til þess að halda niðri rósroða með sérlega góðum árangri. Kremið hefur verið notað sem „After sun“ eftir sólbruna með góðum árangri og svona mætti lengi telja.