Tilboð

Þrenna – Júlí tilboð

15.390 kr. m/vsk

Þessi flotta þrenna er fullkomin til að halda húðinni í góðu jafnvægi í sumar. -Nýtið ykkur frábært tilboð þar sem Hydration Treatment fylgir frítt með Body og Botanical Treatment

Taramar Body Treatment 50ml - NÝ VARA

Taramar líkamsolían bætir rakastig húðarinnar, eykur mýkt og og styður við uppbyggingu kollagens í húðinni.

Taramar líkamsolían er einstök blanda af íslenskum jurtum, þörungum og hágæða lífrænt vottuðum olíum. Olían er yndislega létt og sekkur hratt inn í húðina og skilur eftir sig silkimjúka tilfinningu í húðinni. Varan kemur í miron flöskum og með 50 ml.

Á lager

Taramar Hydration Treatment 15 ml

Einstök blanda af lífvirkum efnum sem húðin drekkur í sig
úr afar flottum olíum og andoxunarefnum

Hydration Treatment er lífræn olíublanda sem er þróuð sérstaklega fyrir þurra húð. Þessi blanda er einnig góð fyrir normal húð og hefur einstaka eiginleika til að róa húðina. Hydration Treatment byggir á þremur ákaflega flottum olíum úr  mangosteen ávextinum, valmúafræjum og kókoshnetum sem eru notaðar til að draga út öflug andoxunarefni úr lífrænt ræktuðu hvítu tei og íslenskum þrenningarfjólum. Hydration Treatment olíublandan virkar ákaflega vel á þurra og normal húð og er tekin hratt upp af húðinni þannig að húðin verður skemmtileg viðkomu án nokkurrar olíutilfinningar.  Hydration Treatment mýkir húðina og ver hana gegn rakamissi.

Þessi sérstaka olíublanda  inniheldur lífsnauðsynlegar fitusýrur sem ganga vel inn í húðina og hjálpa til við að auka heilbrigði og virkni húðarinnar.

Taramar Hydration Treatment er komin í nýjar umbúðir sem eru 15 ml í svörtu gleri (mynd kemur síðar).

Taramar Botanical Treatment 30ml

Taramar Botanical Treatment andlistkremið er samsett úr öflugum íslenskum jurtum og olíum sem kalla fram jafnvægi í húðinni og fá hana til að ljóma með unglegum blæ.

Kremið er þróað til að:

  • Auka orkustreymi og stuðla að heilbrigðum efnaskiptum í húðinni
  • Auka  ljóma húðarinnar og gerir hana unglegri
  • Auka rakstig húðarinnar og stuðla að meiri fyllingu
  • Auka sveigjanleika húðarinnar og draga úr niðurbrotsáhrifum sindurefna

Á lager (hægt að leggja inn biðpöntun)

Vörunúmer: PAKKI20 Flokkar: ,

Lýsing

 

  • Botanical Treatment inniheldur morgunfrú, Q10, apríkósu- og rósaolíur sem gera húðina sterkari og teyganlegri og mynda áferð sem er hrein unun að strjúka og fær þig til að upplifa hvað það er gott að vera með ánægða húð.
  • Body Treatment inniheldur apríkósu-, jojoba- og hafraolíur sem gera húðina einstaklega mjúka. Við notum þær til að draga út lífvirk efni úr þörungum og fjólum og til samans þá hefur olían mikla getu til að auka raka og mýkja húðina hvar sem er á líkamanum
  • Hydration Treatment er einstaklega velheppnuð oliublanda fyrir andlit. Hún byggir á gríðarlega flottum olíum og úrdráttum úr hvítu tei og fjólum. Olíurnar eru svo léttar og sökkva svo hratt inn í húðina að undrun er að. Þessi blanda stoppar oxun og róar húðina á undraverðan hátt og getur komið í staðin fyrir dagkrem en einnig er gott að setja hana undir krem til að auka rakann í húðinni og halda henni jafnri og góðri allan daginn

Frekari upplýsingar

Taramar Hydration Treatment 15 ml

Umbúðir:

Í pappaöskju, Án pappaöskju