Tilboð

TARAMAR tvennan AFT/Eye – Maí tilboð

24.900 kr. 15.900 kr.

Saman í þessari glæsilegu gjafaöskju Arctic Flower Treatment og Eye Treatment saman. Þetta er frábær samsetning fyrir staðbundin vandamál.  Báðar vörurnar eru í fullri stærð 15ml í þessari Tvennu pakkningu.

ARCTIC FLOWER TREATMENT er serúm sem inniheldur útdrætti úr þremur þekktum lækningajurtum, rauðum smára, maríusvuntu og fjólu, sem hver um sig hefur einstaklega góð áhrif á húð. Auk jurtanna þá inniheldur serúmið útdrætti úr sjávarörverunni pseudoalteromonas sem stuðlar að aukinni kollagenframleiðslu og getur m.a. hjálpað til að minnka línurnar sem myndast á efri vör þegar aldurinn færist yfir. Þessi efni hafa einnig góð áhrif á rakastig húðarinnar. Prófanir á tveimur hópum hjá Taramar sýndu að breytingar verða sjáanlegir eftir 3-4 vikur. 95% af þátttakendum voru mjög ánægðir með serúmið.

THE EYE TREATMENT  augnkremið inniheldur alparós, sem vex hátt upp í hlíðum Alpanna. Þessi jurt framleiðir efni (lentopodic acid) sem hefur undraverð áhrif á húð, sérstaklega slappa og signa húð sem myndar fellingar m.a. ofan á augnlokunum og á hálsinum. Sumir upplifa að augnaloksfellingarnar hafi skroppið saman og færst til baka frá augunum um 1-2 mm. Kremið inniheldur einnig tetrapeptíð sem dregur úr myndun poka og bauga undir augunum; auk útdrátta úr marínkjarna (þangi úr Breiðafirði) sem hefur jákvæð og styrkjandi áhrif á húðina.

Þetta tilboð er eingöngu fyrir þá sem eru skráðir í vildarklúbb Taramar

Lýsing

Saman í þessari glæsilegu gjafaöskju Arctic Flower Treatment og Eye Treatment saman. Þetta er frábær samsetning fyrir staðbundin vandamál.  Báðar vörurnar eru í fullri stærð 15ml í þessari Tvennu.

ARCTIC FLOWER TREATMENT er serúm sem inniheldur útdrætti úr þremur þekktum lækningajurtum, rauðum smára, maríusvuntu og fjólu, sem hver um sig hefur einstaklega góð áhrif á húð. Auk jurtanna þá inniheldur serúmið útdrætti úr sjávarörverunni pseudoalteromonas sem stuðlar að aukinni kollagenframleiðslu og getur m.a. hjálpað til að minnka línurnar sem myndast á efri vör þegar aldurinn færist yfir. Þessi efni hafa einnig góð áhrif á rakastig húðarinnar. Prófanir á tveimur hópum hjá Taramar sýndu að breytingar verða sjáanlegir eftir 3-4 vikur. 95% af þátttakendum voru mjög ánægðir með serúmið.

THE EYE TREATMENT  augnkremið inniheldur alparós, sem vex hátt upp í hlíðum Alpanna. Þessi jurt framleiðir efni (lentopodic acid) sem hefur undraverð áhrif á húð, sérstaklega slappa og signa húð sem myndar fellingar m.a. ofan á augnlokunum og á hálsinum. Sumir upplifa að augnaloksfellingarnar hafi skroppið saman og færst til baka frá augunum um 1-2 mm. Kremið inniheldur einnig tetrapeptíð sem dregur úr myndun poka og bauga undir augunum; auk útdrátta úr marínkjarna (þangi úr Breiðafirði) sem hefur jákvæð og styrkjandi áhrif á húðina.

Augnkremið er átakskrem, best er að nota það einu sinni á dag fyrstu 2 vikurnar en síðan ætti að nota það annan hvern dag. Einnig hentar vel að nota það daglega virka daga vikunnar og hvíla svo um helgar.

Allar vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að 20 ára vísindastarf og rannsóknir liggja að baki þessari einstöku vöru. Kremin innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði, Suðurlandi og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

Allar sendingar eru sendar með Póstinum í heimsendingu og bætast krónur 1200 ofan á pöntunina fyrir sendingarkostnaði.

UA-111064923-2