Select Page

TARAMAR augnkrem og The Serum saman

23.400 kr.

Lýsing

 

THE EYE TREATMENT er byltingarkennt augnkrem þróað af Guðrúnu Marteinsdóttir prófessor sem er mjög lífvirkt. THE EYE TREATMENT hefur undraverð áhrif á húð, sérstaklega slappa og signa húð sem myndar fellingar m.a. ofan á augnlokunum. Sumir upplifa að augnaloksfellingarnar ganga saman og færst til baka frá augunum. THE EYE TRETMENT inniheldur einnig náttúruleg efni sem draga úr vökvasöfnun (pokum undir augum), og minnka fínar línur í kringum augun. Augnkremið styrkir einnig kollagen þræði húðarinnar. 

Með augnkreminu bjóðum við hér Serumið okkar einstaka. Það dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Saman eru þessi tvö krem algerlega einstök fyrir augnsvæðið. Berið The Serum á fyrst og síðan augnkremið yfir.

Allar vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að 20 ára vísindastarf og rannsóknir liggja að baki þessari einstöku vöru. Kremin innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði, Suðurlandi og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

The Serum og The Eye Treatment eru bæði í 15ml. flöskum.

UA-111064923-2