Lýsing
Saman á kynningartilboði
TARAKIDS – Healing Skin Formula
Þetta krem leysir svo mörg húðvandamál hjá börnum sem og fólki á öllum aldri. Kremið er unnið úr kókoshnetuolíu, avókadó olíu og íslenskum jurtum og nýtir einstakan eiginleika vallhumals til að græða og endurbyggja húð. Þetta krem hjálpar til við að halda húð barnsins mjúkri og lausri við sýkingar og sveppamyndun. Það er mjög gott á bleyjusvæðið sem og í húðfellingar þar sem húðin vill verða rauð og pirruð. Í raun er kremið ákaflega gott á alla húð sem hefur brunnið, hvort sem það er af völdum sólar, þvags, núnings eða eiginlegs bruna af völdum elds. Kremið virkar einnig vel á sum exem sem og þurra og sprungna húð.
TARAKIDS – Soothing Baby Oil Formula
Afburða hrein olíublanda sem hjálpar húðinni og heldur henni mjúkri. Olían inniheldur hágæða apríkósukjarnaolíu og hafraolíu sem róar og mýkir húðina. Olían var notuð til að draga út græðandi, mýkjandi og nærandi efni úr lífrænt ræktuðum íslenskum fjólum og morgunfrúm. Ef húðin er mjög þurr þá getur verið gott að setja 1-2 teskeiðar af olíu í baðvatnið eða bera olíuna beint á húðina.