Tilboð

Júni tilboð The Serum og Day Treatment

24.800 kr. 17.360 kr.

Saman á tilboði fyrir félaga í Vildarklúbb Taramar bjóðum í júní mánuði þessar frábæru vörur okkar.

DAY TREATMENT er rakagefandi og nærandi krem sem endurvekur húðina og gefur henni heilbrigðari blæ. Það sem gerir kremið einstakt er að í því eru ferjur (liposomes) sem koma hinum virku efnum inn í innstu lög húðarinnar.  Kremið byggir á andoxunareiginleikum þörunga (marinkjarna og maríusvuntu), morgunfrú sem hefur bólgueyðandi áhrif, vítamínum úr gulrótum og Q10 sem stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum í húðinni.

The Serum dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið er einstaklega gott til að viðhalda réttu sýrustigi í húðinni sem er í raun undirstaðan að heilbrigðir húð (sjá nánar neðar). Serumið byggir á virkni og andoxunareiginleikum þörunga úr  útdrættinum Arctic complex™ sem er einstakur fyrir TARAMAR vörurnar.

Þetta tilboð er eingöngu fyrir þá sem eru skráðir í vildarklúbb Taramar

Lýsing

Serum og Day Treatment (dagkrem) eru fyrstu húðvörurnar sem voru þróaðar í Taramar línunni og eru í dag mest seldu Taramar vörurnar. Þróunin á bak við þessar húðvörur er byggð á löngu rannsóknaferli og margra ára vinnu við prófanir á mismunandi framleiðsluaðferðum.  Árangurinn af þessari vinnu eru nýjar uppgötvanir og aðferðir sem eru notaðar í framleiðslu á Taramar húðvörum. Þessar aðferðir eru mjög ólíkar hefðbundnum framleiðsluaðferðum, bæði hvað varðar hreinleika í framleiðslunni og vegna þess hve afburða hreinar vörurnar eru. Þessar aðferðir og formúlur hafa síðan myndað undirstöðuna fyrir aðrar vörur í Taramar línunni sem og nýjar vörulínur sem munu líta dagsins ljós í sumar.

Vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

DAY TREATMENT er rakagefandi og nærandi krem sem endurvekur húðina og gefur henni heilbrigðari blæ. Það sem gerir kremið einstakt er að í því eru ferjur (liposomes) sem koma hinum virku efnum inn í innstu lög húðarinnar.  Kremið byggir á andoxunareiginleikum þörunga (marinkjarna og maríusvuntu), morgunfrú sem hefur bólgueyðandi áhrif, vítamínum úr gulrótum og Q10 sem stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum í húðinni.

The Serum dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið er einstaklega gott til að viðhalda réttu sýrustigi í húðinni sem er í raun undirstaðan að heilbrigðir húð (sjá nánar neðar). Serumið byggir á virkni og andoxunareiginleikum þörunga úr  útdrættinum Arctic complex™ sem er einstakur fyrir TARAMAR vörurnar. Einnig má finna í Seruminu rakagefandi hyaluronic sýru og peptíð sem styrkja og rétta úr collagen þráðum húðarinnar. Umsagnir um serúmið gefa til kynna að þessi vara hefur mjög breiða virkni og tekur þátt í að græða og endubyggja húðina. Þannig hafa viðskiptavinir Taramar sagt frá hvernig harðir blettir, húðsepar og stíflaðir fitukirtlar hafa horfið og húðin orðið jafnari með fallegum ljóma.

UA-111064923-2