Fermented Apple Cider Vinegar and Cayenne 30 hylki

2.645 kr. m/vsk

Eplaedik og rauður pipar hafa lengi verið tvö best geymdu leyndarmálin þegar kemur að því að viðhalda heilbrigðum efnaskiptum og insúlínnæmi eftir kolvetnaríkar máltíðir. Þar að auki slá bæði efnin vel á hungurtilfinningu.
Eplaedik býr yfir svokölluðum „varmavaldandi“ eiginleikum sem stuðla að aukinni fitubrennslu og líkamshita. Rauður pipar, er krydd sem er yfirleitt notað til að auka bragðstyrk og „hita“ fæðunnar. Það inniheldur virkt efni sem nefnist kapsæsín (capsaicin) og verkar örvandi á efnaskiptin auk þess að geta stuðlað að aukinni hitaeiningabrennslu.

Ekki til á lager

Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Lýsing

GERJAÐ EPLAEDIK OG RAUÐUR PIPAR

 Fæðubótarefni

Heilbrigð efnaskipti, aukin brennsla og betri melting

Eplaedik og rauður pipar hafa lengi verið tvö best geymdu leyndarmálin þegar kemur að því að viðhalda heilbrigðum efnaskiptum og insúlínnæmi eftir kolvetnaríkar máltíðir. Þar að auki slá bæði efnin vel á hungurtilfinningu.
Eplaedik býr yfir svokölluðum „varmavaldandi“ eiginleikum sem stuðla að aukinni fitubrennslu og líkamshita. Rannsóknir hafa sýnt að edikssýran í eplaediki:

  • Geti komið í veg fyrir að flókin kolvetni meltist að fullu.
  • Geti stuðlað að minni fitusöfnun og -varðveislu.
  • Geti valdið seddutilfinningu og komið þannig í veg fyrir ofát, sé það tekið inn fyrir máltíðir.
  • Geti aukið uppöku líkamans á mikilvægum steinefnum úr fæðunni.
  • Geti aukið sýrustigið í maganum sem bætir meltinguna og auðveldar hreyfingu fæðunnar í gegnum meltingarveginn

Rauður pipar, er krydd sem er yfirleitt notað til að auka bragðstyrk og „hita“ fæðunnar. Það inniheldur virkt efni sem nefnist kapsæsín (capsaicin) og verkar örvandi á efnaskiptin auk þess að geta stuðlað að aukinni hitaeiningabrennslu.

Gerjað eplaedik og rauður pipar er kjörin viðbót við ketó mataræðið og tilvalið fyrir alla sem vilja efla varmamyndun líkamans. Gerjað eplaedik og rauður pipar inniheldur lífrænt gerjað eplaediksduft og lífrænt gerjað rautt piparduft.

Gerjun kallar fram hámarks lífvirkni og allt það besta úr eplaediki og rauðum pipar. Auk þess er gerjaður rauður pipar mildari fyrir magann heldur en sá hefðbundni. Núna fáanlegt í hylkjum sem henta grænkerum.

Hvert hylki samsvarar 4.6 – 15 ml af fljótandi eplaediki. Það er meira en 4-1/2(?) msk. af fjótandi 5% ediki!

UA-111064923-2