Apríl tilboð 2023
Loksins er farið að hlýna og sjá má brum gægjast út á trjánum. Við erum svo glöð og höldum upp á vorið með tilboði þar sem frítt augnkrem fylgir með hverju næturkremi.
Athugið að þetta tilboð er bara fyrir vildarklúbbsmeðlimi og þið þurfið að vera innskráð til að fá tilboðið í körfuna.
Loksins er farið að hlýna og sjá má brum gægjast út á trjánum. Við erum svo glöð og höldum upp á vorið með tilboði þar sem frítt augnkrem fylgir með hverju næturkremi.
Athugið að þetta tilboð er bara fyrir vildarklúbbsmeðlimi og þið þurfið að vera innskráð til að fá tilboðið í körfuna.
Athugið að vildarkjörin leggjast ekki ofan á þetta tilboð enda bíður það upp á 50% afslátt.
Vörurnar í tilboðinu eru í boxi og því tilvalið að nota þær líka í gjafir.
TARAMAR The Eye Treatment
THE EYE TREATMENT er byltingarkennt augnkrem sem hefur mikla getur til umbreyta ásynd augnsvæðisins á jákvæðan hátt. Þetta krem hefur undraverð áhrif á húð, sérstaklega slappa og signa húð sem myndar fellingar m.a. ofan á augnlokunum. Kremið inniheldur efni úr alparós sem þéttir svona fellingar og á nokkrum vikum má sjá hvernig fellingarnar hafa minnkað og þést. Augnkremið inniheldur einnig náttúruleg efni úr svifþörungum sem draga úr vökvasöfnun (pokum undir augum), og minnka fínar línur í kringum augun. Augnkremið styrkir einnig kollagen þræði húðarinnar.
Hvernig er best að nota augnkremið: Augnkremið má bera á hvort sem er að morgni eða kvöldi. Kremið er mjög mjúkt og nærandi því kjósa margir að nota það á morgnana og setja það þá yfir serumið ef það er notað líka. Best er að bera kremið á allt svæðið í kringum augun, jafnt á augnlokin sem svæðið fyrir neðan og til hliðar við augun. Kremið vinnur mjög vel með fíngerðu húðina sem er á þessu svæði og heldur henni mjúkri og ver hana allan daginn. Einng má bera kremið á aðra staði likamans, t.d. hálsinn þar sem húð fer oft að síga. THE EYE TREATMENT kemur í 15ml. glerflöskum með pumpu.
INGREDIENTS: Aqua**, Glycerin*, Prunus Armeniaca Kernel Oil*, Butyrospermum Parkii Butter*, Squalene, Alaria Esculenta Extract**, Lactobacillus Ferment, Caprylic/Capric Triglyceride*, Glyceryl Stearate, Cetearyl Alcohol, Sclerotium Gum, Leonopodium Alpinum Callus Culture Extract, Tocopherol, Sodium Stearoyl Lactylate, Helianthus Annuus Seed Oil, Hydrolyzed Viola Tricolor Extract, Leuconostoc/Radish Root Ferment Filtrate, Vanilla Planifolia Fruit Extract, Jasminum Officinale Oil, Rosa Damascene Flower Oil*, Alcohol, Xanthan Gum, Citric Acid, Acetyl Tetrapeptide-5, Ribes Nigrum*
TARAMAR næturkremið er með öfluga lífvirkni og veitir raka og næringu. Styrkir húðfrumurnar meðan þú sefur og hefur uppbyggjandi áhrif. Dregur úr hrukkumyndun, styrkir collagen þræðina og gerir áferð húðarinnar slétta og silkimjúka.
Næturkremið hefur hlotið 5 alþjóðleg verðlaun, gull í bæði Global Makeup Awards Scandinavia 2020 og Global Makeup Awards UK 2021. Fyrstu verðlaun hjá Noridc Natural Beauty Awards 2021 og silfur hjá Free From Skincare Awards 2021 og silfur í global green make up awards 2021.
Afhverju eru næturkrem svona mikilvæg?
Nóttin er einn mikilvægast tími sólarhringsins fyrir húðina. Þegar við höllum höfði í lok dags og kyrrum hugann þá vaknar húðin og setur af stað mikilvæga ferla sem standa yfir í marga klukkutíma. Oft er talað um hina gullnu stund húðarinnar sem stendur frá 1-4 um nóttina. Á þessum tíma losar húðin sig við úrgangsefnin. Blóðflæðið til húðarinnar eykst og framleiðsla kollagen þráða og annarra byggingarefna eins og elastin eykst einnig. Öll þessi framleiðsla og aukin efnaskipti í húðinni geta þó valdið rakatapi og hjá sumum er það svo mikið að fólk vaknar með mun þurrari húð að morgni en þegar það fór að sofa.
TARAMAR vörurnar eru hannaðar til að mæta öllum þessum þáttum og áhersla hefur verið lögð á að nota eins mikið og hægt er af efnum úr náttúru Íslands til að aðstoða húðin við þá vinnu sem hún fer í á nóttunni. Kremið er því þróað sérstaklega til að taka þátt í þessum ferlum m.a. með því að styðja við kollagen framleiðsluna og á sama tíma verja húðina gegn vökvatapi. Auk þessa inniheldur næturkremið ákaflega flott peptíð sem hefur áhrif á tengingar á milli húðlaganna. Málið er að þegar við eldumst þá byrja þessar tengingar að rofna, en húðin er samsett úr mörgum lögum sem tengjast saman m.a, með bandvef. Þegar þessar tengingar rofna þá verður húðin slök og byrjar að síga. Þetta kemur m.a. fram í hrukkum og stundum djúpum dölum í húðinni. Peptíðið sem við notum, endurgerir þesssar tengingar. Þetta peptíð örvar myndun eggjahvítuefna (integrin og laminin) sem eru mikilvæg í að halda þessum tengingum góðum. Samspil þessa efnis og þörunganna okkar er ákaflega skemmtilegt því við höfum sýnt fram á að þörungarnir stoppa niðurbrot kollagen og elastin í húðinni. Þessi efni til samans með íslenska fjólu- og augnfróar extrötunum sem bæði hafa undraverð áhrif á raka í húð og verja hana gegn vökvatapi; geta því haft stórkostlega flott áhrif og jákvæðar breytingar sem sjá má með berum augum.
Næturkremið kemur í 30ml. flöskum
Hvernig er best að nota næturkremið?
Auðvelt er að gera notkun þessa krems að upplifun í lok dags. Ilmkjarnaolíurnar sem eru notaðar í þetta krem eru valdar til að róa hugan og efla jákvæða sjálfsmynd. Þannig hjálpa þær við að finna sátt og gleði innra með okkur.
Best er að pumpa smá næturkremi í lófann og bera á út frá miðju andlitsins, í kringum augun og út með kinnbeinunum, niður á hökuna og strjúka kreminu vel inn á svæði þar sem línur og hrukkur eru að myndast. Þannig nær kremið inn í húðina og hjálpar henni við að styrkja kollagenþræðina og draga úr öllum ójöfnum. Athugið að þetta krem má bera á allt augnsvæðið. Einnig got að muna eftir hálsinum.
Sjá nánari upplýsingar í myndbandi og flettibók hér að neðan. Myndbandið og flettibókina má stækka upp í fulla stærð. Best er að fletta bókinni með því að klikka á efra hægra hornið.
Frekari upplýsingar
Þyngd | ,300 kg |
---|---|
Ummál | 7 × 4 × 13 cm |
Umbúðir: | Í pappaöskju, án pappaöskju |
TARAMAR næturkrem 30ml.
Umbúðir: | Í pappaöskju |
---|
TARAMAR augnkrem 15ml
Umbúðir: | Í pappaöskju |
---|