Tilboð

Apríl tilboð Vildarklúbbs Taramar

24.800 kr. 15.900 kr.

Apríl tilboð vildarklúbbs Taramar er Taramar Night Treatment og Taramar Purifying Treatment saman í einum pakka.

Taramar Night Treatment er hlaðið öflugum lífvirkum efnum úr þörungum, peptíðum og lífrænt vottuðum hágæðaolíum. Kremið vinnu á meðan þú sefur og styrkir kollagenbúskap húðarinnar, byggir hana upp, eykur teygjanleikann og dregur úr hrukkum, svo að hún verður slétt og silkimjúk.

Olíublandan í Taramar Purifying Treatment er mjög óvenjuleg og þó hún henti afar vel til að hreinsa húðina, þá eru andoxandi og þéttandi áhrif hennar ekki síðri. Þegar húðin eldist, veikist elastín-net hennar, en það er eggjahvítuefni sem heldur húðinni þéttri og sveigjanlegri.

Þetta tilboð er eingöngu fyrir þá sem eru skráðir í vildarklúbb Taramar
Flokkur:

Lýsing

Apríl tilboð vildarklúbbs Taramar er Taramar Night Treatment og Taramar Purifying Treatment saman í einum pakka.
Vinsamlegast athugið að aðildarafláttur bætist ekki við tilboðið, kaup gefa hinsvegar vildarpunkta.

Taramar Night Treatment er hlaðið öflugum lífvirkum efnum úr þörungum, peptíðum og lífrænt vottuðum hágæðaolíum. Kremið vinnu á meðan þú sefur og styrkir kollagenbúskap húðarinnar, byggir hana upp, eykur teygjanleikann og dregur úr hrukkum, svo að hún verður slétt og silkimjúk.

Með aldrinum losnar efra lag húðarinnar frá hinum húðlögunum svo að hún verður slöpp og jafnvel lafandi. Taramar Night Treatment kremið inniheldur tvö peptíð sem vinna á móti þessari þróun og tengir lögin betur saman um leið og þau styrkja elastin-netið sem heldur húðinni þéttri og sléttri. Virkni næturkremsins er því bæði öflug og fjölþætt og auk þess að draga úr hvers kyns hrukkum og misfellum, nærir það húðfrumurnar, eykur raka húðarinnar og veitir henni vernd, einkum í köldu veðri. Árangurinn er ferskari, sléttari, þéttari og mýkri húð.  Kremið er 30 ml.

Taramar Purifying Treatment er nærandi og mjúk hreinsiolía sem hefur tvöfalda virkni, annars vegar með því að hreinsa húðina og hins vegar með því að þétta hana. Virkni Taramar Purifying Treatment byggist á eiginleikum þörunga og lækningajurta sem draga úr þrota og oxun húðarinnar. Olían er sérlega góð fyrir viðkvæma húð.

Olíublandan í Taramar Purifying Treatment er mjög óvenjuleg og þó hún henti afar vel til að hreinsa húðina, þá eru andoxandi og þéttandi áhrif hennar ekki síðri. Þegar húðin eldist, veikist elastín-net hennar, en það er eggjahvítuefni sem heldur húðinni þéttri og sveigjanlegri. Virkni Taramar Purifying Treatment felst fyrst og fremst í að styrkja elastín-kerfið og skapa þétta, frísklega, jafna og unglega húð. Einnig veitir olían vörn gegn sindurefnum með ákaflega öflugum andoxunarefnum sem koma úr Arctic complex© útdrættinum.

Taramar Purifying Treatment hreinsar húðina ákaflega vel án þess að valda ertingi. Það má því bera olíuna á augnsvæðið, jafnt hjá fullorðnum og börnum. Olían hreinsar og þéttir húðina og gefur henni frísklega áferð. Með því að nota hana einu sinni á dag í 30 daga verða miklar breytingar á húðinni og hún verður mýkri, stinnari, þéttari.

Vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

Báðar vörur koma í  í 30ml. flöskum

Frekari upplýsingar

Þyngd 0.6 kg
UA-111064923-2