
Við tengjum saman náttúru og vísindi í einstökum húðvörum
Snjallar, náttúrulegar lausnir
Við höfum þróað einstaka aðferð sem tryggir að öll virku innihaldsefnin ná að vinna á skilvirkan og makrvissan hátt á dýpri lögum húðarinnar.
Við nýtum vísindin til að skilja náttúruna
Taramar húðvörurnar eru afrakstur langtímarannsókna prófessora við Háskóla Íslands og samstarfsaðila þeirra við evrópskar og bandarískar rannsóknastofnanir.
Heilbrigðari og unglegri húð
Taramara vörurnar eru hannaðar í þeim tilgangi að afeitra og bæta heilsu húðarinnar, byggja upp kollagenvefinn og draga úr áhrifum sindurefna.
Engin skaðleg efni
Taramar vörurnar grundvallast á því að öll efni sem sett eru á húðina séu hrein og örugg fyrir líkamann. Þær eru gerðar úr hágæða olíum, íslensku þangi, lífrænt ræktuðum íslenskum jurtum.
Líttu inn hjá okkur í Starmýri 2a, 108 Reykjavík

Ég er líka mjög ánægð með að Taramar vörurnar eru lausar við öll óæskileg aukaefni. Guðrún Kristjánsdóttir

Hlakka til þess að sjá útvíkkun á vöruframboðinu, gæti t.d. vel hugsað mér handáburð og „body lotion“ frá TARAMAR.

Ég er að nota alla línuna sem hefur haft undraverð áhrif á mína ofurviðkvæmu húð en ég bæði sé og finn mikinn mun á þéttleika, rakamettun og áferð. En fyrst og fremst vil ég þakka ykkur fyrir að hafa allar vörurnar ykkar VEGAN

Sannarlega náttúrulegar og einstakar húðvörur með mikla virkni
TARAMAR vörulínan byggir á langtíma rannsóknum dr. Guðrúnar Marteinsdóttur þar sem virkni hefur verið sannprófuð með lifandi frumulíkönum. Þessi nýstárlega aðferð gerir kleift að velja eingöngu efni sem hafa góð áhrif á húðfrumurnar; t.d. með því að fanga sindurefni,...
Uppskerutími á íslenskum lækningajurtum
Þessa dagana er uppskerutími á þeim jurtum sem ræktaðar eru sérstaklega fyrir okkur i TARAMAR. Í gær fengum við sendingu frá hjónunum Eymundi Magnússyni og Eygló Björk Ólafsdóttur í Vallarnesi á Fljótsdalshéraði. Þar reka þau lífræna búið Móður jörð. Hreinleiki er...
TARAMAR fyrir þungaðar konur
Mikið reynir á sveigjanleika húðarinnar þegar ný lífvera vex og dafnar í líkama móðurinnar. Komið hefur í ljós að TARAMAR DAY TREATMENT kremið getur hjálpað til við að halda húðinni heilbrigðri og draga úr sliti í gegnum þetta ferli. Kremið byggir á öflugum lífvirkum...