Select Page

Kæru Taramar notendur nú fögnum við hausti og öllum þeim fallegu litum sem náttúran býður okkur þessa dagana. mest af þeim jurtum sem við komum til með að nota í vörur okkar vorið 2018 eru komnar í vinnslu en það er 6 mánaða ferli að vinna virku efnin úr þeim. Yfir þessu gleðjumst við og ætlum að láta ykkur njóta gleðinnar með okkur með því að bjóða ykkur sérstakt haust tilboð.

Haust tilboðið okkar að þessu sinni samanstendur af Næturkremi og Serum.  Þessar vörur kosta í netverslun okkar 25.800 krónur en næstu daga bjóðum við þetta sett á 18.000 krónur. Tilboðið gildir til hádegis þriðjudaginn 10. október.

TARAMAR Næturkremið er með öfluga lífvirkni og veitir raka og næringu. Styrkir húðfrumurnar meðan þú sefur og hefur uppbyggjandi áhrif. Dregur úr hrukkumyndun, styrkir collagen þræðina og gerir áferð húðarinnar slétta og silkimjúka. Nokkuð er um að konur kjósi að nota Næturkremið sem dagkrem þegar fer að kólna því það er örlítið feitara en dagkremið okkar.

TARAMAR Serumið dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið myndar filmu á húðinni sem tryggir viðvarandi virkni. Filman getur gefið tilfinningu um að húðin strekkist. Serumið byggir á virkni og andoxunareiginleikum þörunga í  ekstraktinu Arctic complex® sem er einstakt við TARAMAR vörurnar. Einnig má finna í Seruminu rakagefandi hyaluronic sýru og peptíð sem styrkja collagen þræði húðarinnar.

Best er að bera Serumið undir næturkremið, það gefur einstaklega mjúka og heilbrigða húð. Vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði, á Suðurlandi og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

Hægt er að fara beint í netverslun á tilboðið með því að smella hér.