Select Page

Þið TARAMAR notendur eruð alltaf að koma okkur á óvart með því að senda okkur skemmtilegar sögur af reynslu ykkar af TARAMAR vörunum.  Eitt af því sem við höfum heyrt oft er hvað Healing Treatment kremið okkar er sérlega vinsælt sem bossakrem hjá nýbökuðum mæðrum. Kremið er algerlega náttúrulegt og virkar mjög vel á rjóða bossa auk þess að vinna á sveppamyndun í húðfellingum. Kremið er algerlega laust við öll manngerð rotvarnarefni.

Healing Treatment formúlan er þróuð til að endurbyggja og gera við húðina hvar sem er á líkamanum. Kremið er sérlega græðandi og það hefur reynst vel fyrir þá sem eru með brennda húð, hvort sem er eftir sólböð eða vegna annarskonar bruna, sólarexem, rósroða, mislitun í húð, sveppi í húð, bólur, pirring, vægar sýkingar eða kláða í húðinni.

Hitt sem við vitum líka er að talsvert er um að nýbakaðar mæður nota TARAMAR The Serum til þess að aðstoða húðina á magasvæðinu við að jafna sig eftir meðgönguna.  Serumið byggir á andoxunareiginleikum þörunga, rakagefandi hyaluronic sýru og peptíði sem styrkir collagenþræði húðarinnar. Við höfum fengið sögur af nýbökuðum mæðrum sem hafa fengið rauð húðslit verða hvít á örfáum vikum eftir TARAMAR Serum notkun.

Vegna þessa ætlum við að bjóða upp á helgartilboð þessa helgi sérstaklega fyrir nýorðnar mæður. Tilboðið samanstendur af Serum fyrir móðurina og Healing Treatment fyrir barnið. Þetta tvennt saman í pakka.  Þessi pakki kostar í vefverslun okkar 18.800 krónur en þessa helgi fram að hádegi mánudaginn 2. október verða þessi tvö krem saman á 13.160 krónur sem er 30% afsláttur. Smellið hér til þess að nýta ykkur tilboðið.

Góða helgi.