Select Page

Healing Treatment“ formúlan er þróuð til að endurbyggja og gera við húðina hvar sem er á líkamanum. Kremið er sérlega græðandi og notkunargildi þessa krems er mikið. Kremið hefur reynst vel fyrir þá sem eru með brennda húð, hvort sem er eftir sólböð eða vegna annarskonar bruna, sólarexem, rósroða, mislitun í húð, sveppi í húð, bólur, pirring, vægar sýkingar eða kláða í húðinni. Hafa skal þó í huga að ekki er til nein ein lausn við öllum vandamálum í húð. Fyrir þá sem vilja nota þessa formúlu á andlit ráðleggjum við þá aðferð að prófa hana fyrst varlega á takmörkuðu svæði.

Við höfum upplýsingar um mæður sem nota kremið á bossann á börnum á bleyjualdri. Nokkrar konur hafa notað þetta krem til þess að halda niðri rósroða með sérlega góðum árangri. Kremið hefur verið notað sem „After sun“ eftir sólbruna með góðum árangri og svona mætti lengi telja.

Nú um nokkurt skeið hafa einungis þeir sem eru tengdir okkur hjá TARAMAR getað nálgast þetta krem en nú verður breyting þar á þegar kremið fer í almenna sölu á TARAMAR.is. Þetta krem eins og önnur TARAMAR krem kemur í svartri glerflösku með pumpu, er ekki pakkað í pappaöskju. Þetta er gert til þess að halda verðinu á kreminu eins mikið niðri og mögulegt er.