Select Page

Helgartilboðið okkar að þessu sinni samanstendur af Dagkremi og Serum.  Þetta er frábært sett sem yndislegt er að nota þegar fer að kólna í veðri. Tilboðið gildir til hádegis mánudagsins 6. nóvember.

TARAMAR Day Treatment er þróað til að endurvekja húðina og framkalla öflug efnaskipti í frumum húðarinnar þannig að hún vinni á heilbrigðan hátt og losi sig við óæskileg efni sem vilja safnast upp í húðinni þegar hún eldist.

Til að ná þessu markmiði þá notum við co-ensím sem kallað er Q10 og til að tryggja að þetta ensím komist alla leið inn í dýpri lög húðarinnar þá pökkuðum við því inn í náttúrulegar líposom ferjur sem flytja Q10 ensímið yfir frumuhimnurnar niður í dýpri lög húðarinnar.

Q10 co-ensímið er ákaflega merkilegt efni sem finnst náttúrlega í öllum frumum líkamans. Q10 tekur þátt í efnaskiptum og hjálpar frumunum til að breyta næringu í orku. Q10 er mjög andoxandi og verndar himnur og DNA þræði með því að draga úr virkni sindurefna. Á þennan hátt vinnur Q10 með andoxandi efnunum úr þörungum og útkoman er ótrúlega góð fyrir húðina okkar.

Efnaskiptin sem fara af stað þegar byrjað er að nota TARAMAR Day Treatment eru mjög öflug og þekkt er að smá roði getur myndast í húðinni í upphafi. Day Treatment formúlan byggir á mjög öflugum andoxunarefnum úr þörungum sem við köllum Arctic complex™ og er eitt af leyndarmálunum á bak við gæði og virkni TARAMAR vörulínunnar.

TARAMAR The Serum dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið myndar filmu á húðinni sem tryggir viðvarandi virkni. Filman getur gefið tilfinningu um að húðin strekkist. Serumið byggir á virkni og andoxunareiginleikum þörunga í  ekstraktinu Arctic complex™ sem er einstakt við TARAMAR vörurnar. Einnig má finna í Seruminu rakagefandi hyaluronic sýru og peptíð sem styrkja collagen þræði húðarinnar.

Vörurnar frá TARAMAR eru lífvirkar og hafa þá sérstöðu að innihalda engin rotvarnarefni né nein önnur efni sem geta haft neikvæð áhrif á húðina eða innra umhverfi líkamans. Þörungarnir og læknajurtirnar koma frá lífrænt vottuðum svæðum í Breiðafirði, á Suðurlandi og á Austfjörðum og öll önnur megin efni s.s. olíurnar eru af mjög háum gæðum og lífrænt vottuð.

Hægt er að fara beint í netverslun á tilboðið með því að smella hér.